Jörð - 01.12.1946, Page 125
Gísli Halldórsson:
Um orku
virkjunarmál
íslendinga
i.
Jarðgufa.
EIMURINN stenclur ekki í stað. Nýjar hugmyndir eru
I-L sífellt að fæðast og komast í framkvæmd. En oft er erfitt
að taka afstöðu til nýjunga og nýrra lmgmynda. Menn eiga
erfitt að gera sér grein fyrir því, hvort þær séu á rökum reistar
og eigi framtíð fyrir sér, og livort rétt sé að korna þeim i fram-
kvæmd og kosta til þeirra peningum. Þegar þannig stendur á,
getur verið iiollt að rifja upp fyrir sér þá vantrú, sem oft hefur
komið fram áður fyrr, þegar verið var að hrinda í framkvæmd
nýjum hugmyndum og áformum, áformum, sem í dag eru
álitin liafa verið sjálfsögð, — sem jafnvel hafa gerbreytt þeim
heimi, er við fifum í.
Ekki sízt hinir mestu hugsunarfrömuðir mannkynsins hafa
átt við ótrúlega erfiðleika að stríða í sambandi við ýmsar hug-
ntyndir sínar. Þannig kom það seint og síðar meir í ljós, að
„húmbúgs-maðurinn“ Tltomas Alla Edison var hreint ekki
eins mikill svindlari og haldið hafði verið! Rafmagnsljósið
gat brunnið klukkutímum saman í glerkúlunum dians. Og
það var ekki hægt að bægja honum frá því að lýsa upp nokkurn
Grein þessi er meiri hluti útvarpserindis, er höf. flutti vorið 1945 í
áframhaldi af erindi því, er hann hirti í síðasta hefti JARÐAR í fyrra.
Seinni hluti erindisius mun koma í næsta hefti. — Grein þessi kemur
út á heppilegasta tíma, þegar athygli almennings hefur verið nýlega
vakin á jarðgufuvirkjun með framkvæmdunum í Rcykjakoti í Ölfusi,
sem ríkisvaldið stendur nú að, en Gísli Halldórsson var potturinn og
pannan í, svo sem grein þessi sýnir.