Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 127
JORÐ
285
Þannig fórust Krabbe verkfræðing orð, en hann var einn af
andstöðumönnum rafmagnsmálsins á sínum tíma. í þessari bar-
áttu milli gassins og rafmagnsins varð rafmagnið og Halldór
Guðmundsson undir hér í höfuðstað landsins. En úti um lands-
byggðirnar fóru að spretta upp smá rafmagnsstöðvar, er unnu
rafmagn úr bæjarlækjunum. Og áður en Reykjavík yrði raflýst,
var rafmagnsþörfin orðin svo mikil í bænum, að ýmsir urðu
fegnir að notast við smámótorstöðvar á heimilinum. Loksins
var Elliðaárstöðinni komið upp kringum árið 1920, þá á dýr-
asta tíma.
Hvað skyldi nú þessi dráttur á raflýsingu Reykjavíkur liafa
kostað iðnaðinn mikið og tafið fyrir framförunum, sem ella
hefðu skapast vegna aukinnar orku? Því verður sjálfsagt aldrei
svarað.
En vantrúin á rafmagnið átti sér samt svo djúpar rætur hjá
ýmsum, að jreir vildu ekki láta tengja hús sín við rafæðakerfið.
Þannig komu ifyrstu rafmagnsljósin á bernskuheimili rnínu frá
rafgeymum í kjallaranum. Þurfti alltaf öðru hvoru að fara með
rafgeyma til hleðslu. Með öðru nróti gátum við ekki notið raf-
magns, því að húseigandinn vildi ekki leyfa tengingu hússins
við rafkerfi bæjarins.
EG HEF rifjað upp örlítið brot úr rafmagnsvirkjunarsögu
landsins, en þessi saga er enn ekki búin. Sagan lieldur
áfram, og þeir þættir, sem eru að gerast í dag, eru ef til vill
engu ómerkilegri en þeir, sem gerðust 1908. F.nn eru til mögu-
leikar, sem látnir eru órannsakaðir og ónotaðir árurn saman.
Get ég ekki látið hjá líða að nrinnast á þá í þessu erirndi.
A ég hér við virkjun jarðgufu til aflframleiðslu og upphitun-
ar. Hugmyndin um virkjun jarðgufu til afliframleiðslu og verk-
smiðjureksturs hefur líklega fyrst fæðst í íslenzkum heila. Að
minnsta kosti er mér ekki kunnugt um, að slík hugmynd hafi
neins staðar komið frarn fyrr en í Nýjum Félagsritum árið
1853. En þar er birt bréf, sem Jón Hjaltalín ritaði Jóni Sig-
urðssyni, líklega árið 1851. Segir Jrar svo:
•.Hverarnir gætu verið einhver hin mestu hlunnindi d landi voru, ef vér
kynnum með að fara, því þá mætti hafa til ærið margs, sem kostar ærna pen-