Jörð - 01.12.1946, Síða 133
JORÐ
291
gangi. Smurolían hefur ekki verið sett á smurningsáhaldið, og
vélin látin standa ónotuð og undir skemmdum.
Þó hefur fengist staðfesting á þeirri tilgátu minni, að
aluminium-blanda muni endast vel í gufunni. Var lítilli
aluminium-þynnu komið fyrir í gufustrauminum, og kom ekki
fram á henni nein tæring né rýrnun. Einnig rannsakaði Trausti
Olafsson efnafræðingur innihald vatns, er liann tók úr upp-
tökuauga gufuhverfisins í Reykjakoti, og dró ýmsar ályktanir
af þeirri rannsókn.
Er ég ferðaðist til Bandaríkjanna nýlega, gerði ég mér sér-
stakt far um að útvega tilboð í stóran og afkastamikinn jarð-
bor, sem væri þess megnugur að bora djúpar og mjög víðar
holur gegn miklum gufuþrýstingi. Ferðaðist ég m. a. til Los
Angeles í Kaliforníu til þess að kynna mér ýmislegt viðvíkj-
andi Jressum borunum, og afhenti Reykjavíkurbæ tilboð í bor-
inn í byrjun febrúarmánaðar síðastliðins. Hefur tilboð þetta
nú legið þar til athugunar um tveggja og hálfs mánaðar skeið.
Bor þessi er svo aflmikill, að með honum er unt að fram-
kvæma eina sæmilega djúpa og mjög víða borun á svo sem viku
til hálfsmánaðar tíma. Er þá uppsetningartími borsins talinn
nreð. Hins vegar er gert ráð fyrir, að sjálf borunin taki ekki
nema svo sem tvo til þrjá daga.
Þegar borað er eftir gufu, og nægilegt gufumagn fæst við
botn holunnar, þá veltur gufuafkastið fyrst og frernst á vídd
holunnar. Munar geysimiklu á því, livort holan er víðari eða
þrengri. Þaniiig má, við sama þrýs-ting, búast við að fá 3500
kgr. á klukkutíma úr 314” holu, 25,000 kgr. úr 8” holu, en
72,000 kgr. úr 12” holu. Úr holu, er væri allt að því 20” víð,
yrði magnið margfalt, eða líklega mörg hundruð tonn á
klukkutíma. Má því búast við, að úr gufunni frá einni góðri
gufuholu megi virkja mörg þúsund hestöfl. Virkjunarkostnað-
urinn er sáralítill. Hér þarf hvorki d<Ta katla né ketilhús.
Og túrbínurnar eru fyrirferðarlitlar, en gufustreymið óhaggað
viku eftir viku og ár eftir ár, ef dæma má eftir hinni ítölsku
reynslu.
Þegar þetta er atliugað, og jafnframt haft í huga, að oss
skortir bæði mikið rafmagn og mikinn liita til viðbótar við
19*