Jörð - 01.12.1946, Síða 134
292
JÖRÐ
það, sem við höfum nú, og verið er að undirbúa byggingu
olíu- eða kolakyntra aflstöðva til að kynda undir hitaveitu-
vatninu frá Reykjum, þegar kaldast er, með kolum eða öðru,
þá er það furðulegt, að ekki skuli vera hafður meiri liraði á
þei.m rannsóknum, sem þó er búið að samþykkja að fram-
kvæma bæði í bæjarráði og á Alþingi fyrir heilu ári.
Ég skal loks geta þess, að eftir að ég setti upp hina litlu
tilraunastöð í Hveragerði, framkvæmdi ég teikningar og út-
reikninga að slíkri gufutúrbínu úr aluminium, sem vélsmiðjan
Jötunn h.f. ihefur boðið Rannsóknaráðinu að byggja. Túr-
bína þessi mundi geta afkastað rnilli 50 og 100 hestöflum, og,
ef hún reyndist vel, geta séð Hveragerði fyrir rafmagni. Væri
þarna ákjósanlegt tækifæri til þess að framkvæma virkjun í
meðalstórum stíl, áður en ráðist yrði út í stórvirkjanir. En ekk-
ert svar ihefiur borist við tilboði vélsmiðjunnar, og túrbínan er
því ekki komin lengra en á teiknipappírinn.
EG HEF ekki komizt hjá því, að flytja hér nokkra ádeilu,
en þó alveg ópólitíska! Því að þjóðin á heimtingu á að
vita, hvað líður helztu framfaramálum, — enda þótt ráðum og
nefndum sé falið eins konar einokunarvald á framförunum í
þessu landi.
Jarðgufan, sem líklegt er að fá megi í stórum stíl á nokkrum
stöðum á íslandi, er að öllum líkindum margfalt meira virði,
heldur en nokkurn tíma laugavatnið. Kemur þetta til af því,
að jarðgufan felur í sér möguleika til rafmagnsframleiðslu,
sem heita vatnið gerir ekki, og yfirleitt vegna þess, að hinar
liærri Iiitagráður gufunnar koma að margfalt rneiri notum,
heldur en hið tiltölulega kaldara laugavatn.
Það er ekki ólíklegt, að ein góð gufuhola uppi í Innstadaln-
um geti gefið 2—300 þúsund kgr. af gufu á klukkutíma, er
nægir til framleiðslu svo sem 12 þúsund kílowatta. En eftir
að gufan kæmi út úr túrbínunum, væri hún samt sem áður
sjóðandi iheit og gæti hitað upp 300 lítra á sekúndu af vatni
upp í suðu. Þessu vatni væri hægt að veita til viðbótar við hita-
veituvatnið frá Reykjum, og sumt mætti nota til gróðurhúsa.
En rafmagnið væri velkomin viðbót við Sogsvirkjunina.