Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 135
JORÐ
293
í sambandi við jarðgufuna getur komið til greina að liafa
jrystihús, eins og ég benti á í grein, er ég ritaði í Verkfræðinga-
félagstímaritið, 1. hefti s. 1. árs. Hefur Björgvin Frederiksen
síðar sett upp litla frystistöð að Reykjum í Mosfellssveit, er
frysti með þessu fyrirkomulagi, og þannig sýnt fram á þetta
fyrstur manna í raunveruleikanum.
Þá hef ég bent á saltvinnslumöguleika, er byggjast á því, að
dæla sjónum upp að hverunum, í stað þess að leiða hveraguf-
una til sjávar.
Þá kemur til greina jramleiðsla þurrmjólkur á rnjög hag-
kvæman hátt, og ýmislegur annar iðnaður, sem þarf hita og
orku.
EF TIL VILL á spádómur Jóns Hjaltalíns um verksmiðjur,
sem reknar væru með jarðgufu, eftir að rætast bókstaflega.
Svo kann að fara, að verksmiðjur byggist í kring um sjálf hvera-
svæðin. Þannig kynni að rísa upp iðnaðarbær í Flóanum, eða
annars staðar nálægt hverastciðvum á annan bóginn, en gróður-
sælum sveitum á hinn bóginn.
Sérstaka þýðingu mundi það hafa, ef hægt væri að bora eftir
og finna jarðgufu þar, sem iiafnarskilyrði eru fyrir hendi. Þá
væri ekki ónýtt að hagnýta jarðgufu til síldarverksmiðjurekst-
urs, til dæmis. En alveger undir hælinn lagt, hvort fást mundi
gufa, t. d. á Siglufirði eða Skagaströnd, enda þótt þar séu volgr-
ur í jörð, og aðeins boranir fá úr því skorið.
I^G SKAL svo ekki fjölyrða meir um jarðgufuvirkjanir að
-J þessu sinni, en vil aðeins benda á, að þar skortir ekki
nýjar hugmyndir, heldur framkvæmdir, og að þjóðarnauðsyn
býður, að þeim framikvæmdum sé hraðað.
Til áskriíenda JARÐAR
Gerið svo vel að gcra JORÐ þann mikilvæga greiða, að borga áskriftar-
gjald VII. árg. (1946) við fyrstu innhcimtutilraun. JÖRÐ munar inikið um,
að þetta bregðist ekki.