Jörð - 01.12.1946, Page 136
„Hrafnar tveir ...
segja í eyru honum
öll tíðendi. ..
Huginn ok Muninn
fljúga hverjan dag
jörmungrund yfir.“
(Gylfaginning.)
A. T. Steele:
Heimsókn til Dalai Lama
(Úr Saturday Evening Post, Apríl 1946)
EGAR ég nálgaðist Lliasa eftir tuttugu og eins dags ferða-
lag á hestbaki, fannst mér ég geta skilið tilfinningar píla-
grímanna, sem þangað fara til að votta æðstapresti sínum og
drottnara, ellefu ára gömlum dreng, hollustu.
Flestir líta svo á, að Dalai Lama sé dularfull mannvera, er
ráði dularfullu landi — maður, er hlotið hafi hæsta vinninginn
í einkennilegu happdrætti, rniklu hærri en þann, er írska veð-
reiða-happdrættið getur boðið upp á. En í augum þó nokkurra
milljóna Buddhatrúarmanna í Mið-Asíu er hann goðborin
vera. Höfuðborg hans, Lhasa, er tignuð af Thibetbúunr sem
borg guðanna.
Mér hafði tekist eftir nokkurt þóf, að fá leyfi stjórnarinnar í
Thibet til þess að fara til Lhasa, innsta vígis hæsta, afskekktasta
og einangrunarsinnaðasta ríkisins á Jörðunni. í þessari litlu,
fjöllum luktu borg í landi, sem er sjöundi hluti af flatarmáli
Bandaríkjanna, 12000 fet yfir sjávarmál, ríkir skíreygt, blóm-
legt barn yfir 3.000.000 bænda, munka, hirðingja og heldri-
manna.
Fjallaskörð Himalaya og landamæri Indlands voru langt að
baki og takmark mitt í augsýn. Ellefu km. í burtu sá ég glitta í
hin gullnu þök Potala, vetrarhallar Dalai Larna. Pa-sang, fylgd-
armaður minn, kom jafnsnemma auga á hana. Hann rak upp