Jörð - 01.12.1946, Side 140
298
JÖRÐ
hann hefur látið reisa sér í skjóli Potala. Hann var yfir sig
kurteis og brosti án afláts. Hann kunni aðeins að tala kínverska
mállýzku heiman úr þorpinu sínu, svo að orð hans urðu fyrst
að þýðast á thibetsku og síðan á ensku.
HEIMUR Thibetbúa er svo frábrugðinn okkar heimi og svo
einangraður, að mér fannst ég nærri því vera kominn til
annarrar stjörnu, þann tíma, sem ég dvaldi þar. Hér eru trúar-
brögðin allt og efnislegar framfarir ekkert. Meira að segja
reyna stjórnarvöldin að draga úr þeim. í Lhasa er lítil og úrsér-
gengin rafstöð, sem var flutt í ótal smástykkjum yfir fjalla-
skörðin frá Indlandi fyrir mörgum árum; en ljósin, sem hún
framleiðir, handa fáeinum húsum, eru svo dauf, að þau verða
að bætast upp með kertum og lýsislömpum. Tveir bílar hafa
verið fluttir til Thibet. Þeir voru bornir yfir Himalayafjöllin
handa þrettánda Dalai Lamanum, en þeir hóstuðu í síðasta
sinn fyrir tíu árum og hafa ekki sézt síðan. Fjallahestarnir, asn-
inn og yakuxinn hafa verið einir um hituna á þjóðvegum Thi-
bet síðan bifhjólin voru bönnuð þar, fyrir nokkrum árum, með
þeinr forsendum, að þau brjáluðu bústofninn og trufluðu guð-
ina. Bretar innleiddu knattspyrnu í Lhasa. Hún var iðkuð í
nokkur ár, en hefur nú verið bönnuð. Hatrammt haglél, sem
skall á einhverju sinni meðan verið var eitt sinn að leika, var
talið ljóst vitni þess, að hún væri máttarvöidum himnanna
lítt að skapi. Klæði og skór með útlendu sniði voru að byrja
að ryðja sér til rúms með æskulýð borgarinnar, en þau voru
bönnuð um svipað leyti. Sem stendur lrefur Llrasa tekið sér
hvíld frá öllu framfarabraski og mun svo verða á meðan hin
geysi-afturhaldssanra prestastétt ræður þar lögum og lofum.
Ég spurði háttsettan embættismann í stjórninni, hvets vegna
engin fréttablöð væru gefin út í Thibet. Hann Iiorfði undr-
andi á mig og svaraði svo hiklaust: „Til hvers ætti að hafa
fréttablöð? Hér skeður aldrei neitt." Mér fannst svarið eiga
vel við.
Engan skyldi undra, þó að þjóðin sé hálfkæfð í trúarbrögð-
um og kirkjan hafi úrslitavald, þar sem þriðjungur karlmann-
anna eru Búddhatrúarmunkar. Það þarf að kynnast af eigin