Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 141
JORÐ
299
raun hollustu bændanna og hjarðmannanna við guði sína á
himni og jörðu til þess að geta gert sér hana í hugarlund. Frá
því ég steig þar inn fyrir landamærin, alla leiðina til Lhasa,
blasti ofurvald Buddha hvarvetna við mér. Máluð líkneski og
útskurður úr helgiritum voru eins algeng meðfram veginum
og auglýsingaspjöld í Ameríku. En þau auglýstu ekkert annað
en Buddha og verk hans. Þúsundir sanntrúaðra liafa unnið
guði þóknanlegt verk með því að höggva á steina og kletta hin
Jielgu orð: „Óm Manípadme húm“ — „Heill þér, gimsteinn
lótusblómsins." Flögg með áletruðum bænum skreyta hvert
hús og tjaldstað og blakta glaðlega á klifberum asnanna og
yakuxanna.
Hvarvetna í Thibet sá ég merki um vinsældir Dalai Lama-
barnsins. Það er tilbeðið og tignað, ekki aðeins sem goðborin
vera — fjórtánda endurholdgun verndarguðs Thibets, Chen-
rezi — heldur líka sem mjög efnilegt og unaðslegt barn. Sem
stendur hefur drengurinn aðeins andleg völd; þau tímanlegu
fer sjötugur ríkisstjóri með. Hann er líka ákveðinn, þroskaður
andi í lamalíki, en ekki eins fullkóminn. Þegar drengurinn
verður myndugur, eftir sex eða sjö ár, tekur hann einnig við
ríkisstjórastörfunum og verður um leið einvaldur í Thibet,
valdameiri í ríki sínu en nokkur annar nokkurs staðar á Jörð-
unni.
LOKS rann upp dagurinn, er ég átti að fá að koma fram
fyrir „Návistina" — en svo er Dalai Lama drengurinn kall-
aður af sumum — hið fyrra sinn! Ég hafði varið heilum degi
til að læra hvernig ég átti að hegða mér og til að útbúa gjafirn-
ar. Hinn tiltekna sunnudagsmorgun stigum við, ég og þjónar
mínir, Pasang og Norbu, á hestbak og héldum til hallar Dalai
Lama. Með okkur voru þeir Ringang og Tsarong, konung-
legir ásýndum, í skikkjum úr dýru silki, og sömuleiðis minn
aldurhnigni, andlegi leiðtogi með snjóhvítt skeggið vandlega
fréttað saman við silkistreng.
Dalai Lama veitir áheyrn á hverjum rnorgni klukkan níu,
nema á laugardögum. Pílagrímar og munkar korna hundruð-
um saman til að þiggja blessun hans. Sumir koma óralangt að