Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 142
300
JÖRÐ
og vinna það til þessara íáu, dýrmætu augnablika að vera mán-
uðum saman á ferðinni. Allir embættisnrunkar stjórnarinnar,
nokkur hundruð, þurfa að vera viðstaddir þessar daglegu há-
sætis-móttökur. Þeir voru að flykkjast að, þegar við komum að
ytra hliðinu.
Munkarnir fylgdu okkur inn, og við settumst á ábreiðu og
drukkum te, en fylking klerka í hárauðum kápunr streymdi
framhjá til að setjast á góllið lrver á sinn stað, við hásætisskör
Dalai I.anra. Brátt var orðið þröngt inni.
Hreyl ing konrst á við dyrnar að hásætrssalnum, og við vissunr,
að Dalai Lanra var kominn og lrafði tekið sæti sitt. Gjafir nrín-
ar, silfurskál og nokkrir snrápokar nreð eirpeningum, fóru
fyrst inn. Þá gaf einn prestanna nrerki unr, að við nrættunr
koma. Eg fór inn í dauflýstan salinn og gekk eftir lronum endi-
löngum, milli raða af sitjandi nrunkunr, upp að hásætinu. Lágt
var undir loft í salnunr, og hann var sérkennilegri en ekki eins
viðlrafnarlegur og ég lrafði búizt við. Loftið lrvíldi á mörgum
ferlryrndum súlum og þær voru fagurlega skreyttar Buddha-
táknmyndum. Á veggjunum héngu guðamyndir, ofnar í silki-
ábreiður.
Drengurinn sat með krosslagða fætur, r Buddlrastellingum.
í hásætinu, og bærði ekki á sér. Hann hafði gula einkennishúfu
og var klæddur í víð, henrpuleg föt, senr tákn sinnar stöðu.
Hvrtar silkislæður lágu yfir krosslagða fæturna. Fullorðinsleg-
ur virðuleiki rjóða, drengjálega andlitisins og litlu, skíru augn-
anna varð að kveðjukenndu lrálfbrosi, þegar ég nálgaðist og
staðnænrdist við hásætið. Ég breiddi úr hvítu silkislæðunni
minni, sem hafði verið vafin saman í ströngul, og rétti lrana
fram á báðum lófunum.
Hirðsiðameistarinn, tígulegur nrunkur, lagði lítinn hlut of-
an á slæðuna mína; var hann einkennilegur í lögun og átti að
tákna heiminn. Hlut þennan rétti ég að drengnum í hásætinu.
Síðan voru mér réttir aðrir hlutir, hver á eftir öðrum og áttu
þeir að tákna líkamann, orðið og sálina. Hluti þessa lagði ég
einnig í kjöltu barnsins. Þessu var öllu lokið á fáum sekúnd-
um. Ég gekk fáein skref aftur á bak, hneigði mig og sneri mér
að hásæti ríkisstjórans á hægri hönd Dalai Lama. Þar fór hið