Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 144
302
JÖRÐ
DALAI LAMA, hinn fjórtándi í röðinni, var hvorki kosinn
né valinn. Hann „fannst“ eins og aðrir holdtekju-lamar. í
Thibet eru nokkur hundruð lamar, sem guðlegar verur eiga að
hafa tekið sér bólstað í, og af þeim er Dalai Larna æðstur. Þeg-
ar þess háttar larna deyr, er því trúað, að sálin, sem í honum
bjó, taki sér innan skamms bólfestu í einhverju barni. Sé nokk-
uð lýðræðiskennt við höfðingjastjórnina í Thibet er það þetta,
að hvaða barni sem er, hve lágt sem foreldrar þess eru settir,
getur hlotnast það að verða einvaldur lands síns. Þegar Dalai
Lama hinn þrettándi dó, árið 1933, fiinmtíu og fjögra ára gam-
all — það telst tiltölulega hár aldur, því að margir Dalai Lamar
hafa dáið mjög ungir með vægast sagt sviplegum hætti, — þá
var hafizt handa um leit að eftirmanni hans. Það var ekki fyrr
en tveim árum seinna, að barnið fannst í sárfátæku sveitaþorpi
í Norðaustur-Thibet. Nágrannarnir minnast þess nú, að hafa
séð regnboga yfir húsinu á fæðingarstundu barnsins, en enginn
gerði sér þá í hugarlund, hvað hann átti að boða. En hvað sem
um það má segja, þá var drengurinn orðinn fjögra ára, þegar
enginn vafi lék á því, hver hann var.
Síðan hefur drengurinn verið að læra til starfs síns. Honum
er kennt og hans gætt af mestu kostgæfni. Kennslan er öll trú-
arlegs eðlis. Dagurinn byrjar og endar á Buddhistabænum og
er að mestu leyti varið til að lesa og skrifa Thibetsku' og læra
utanbókar úr helgiritum Buddhatrúarmanna. Ekki mega önn-
ur börn en bræður hans leika sér við hann, en tíminn er lítill til
leika. Hann er meðlimur prestastéttarinnar og rná þess vegna
ekki kvænast. Móðir hans, sem er hæglát og góðleg manneskja,
er eina konan, sem hann fær að umgangast.
ÞAR sem ég hafði nú vottað Dalai Lama hollustu mína, var
mér frjálst að heimsækja aðra embættismenn stjórnarinn-
ar. Siðvenjurnar í Thibet eru svo strangar og mikilvægar, að ég
gerði mér allt far um það að hlýða þeim út í æsar. Siðirnir voru
mismunandi eftir stöðu og stétt gestgjafa míns. Allar ferðir
voru farnar ríðandi, þó ekki þyrfti lengra en í næsta hús. Alltaf
varð ég að hafa ríðandi fylgdarsvein. Þegar komið var að dyr-