Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 145
JORÐ
303
um einhvers embættismanns, hófst heimsóknin á því, að ég
sendi gjafir mínar inn. Þær voru sjaldnast merkilegar, svo sem
dós með kalifornískum aldinum, handklæði og nokkur stykki
af amerískri sápu. Síðan afhenti ég gestgjafa mínum, með báð-
um höndum framréttum, hvítu vináttuslæðuna. Mér var alltaf
boðið inn upp á te, kökur og harðan brjóstsykur. Ég er viss um,
að Thibetbúar eru mestu tesvelgir í heimi. Meðan ég dvaldi í
Lhasa drakk ég tuttugu til tuttugu og fimm bolla á dag. Það
væri sennilega met í Bandaríkjunum, en þótti ekki mikið í
Thibet.
Öll viðtöl mótuðust af hæversku. Engum lá á. Samtalið fór
fram í lágum hljóðum, niikið kinkað kolli og brosað vingjarn-
lega. Ekki má með nokkru móti hækka róminn. Ég gerði mér
ljóst, að ekki er til neins að bera fram beinar spurningar, því
að þeirn er aldrei svarað beint.
EINN dag kom sendiboði með hvíta slæðu og veizluboð frá
ríkisstjóranum. Hann bjó sextán kílómetra utan við borg-
ina. Þessar Lhasa-veizlur, þær eru meira en nafnið tómt. Þær
eru helztu skemmtanir manna í Thibet, og koma jafnframt að
nokkru leyti í stað dagblaða. Þær hefjast oft að morgni og
standa fram á nótt. Veizla ríkisstjórans átti að standa í þrjá
daga. Mér var boðið annan daginn.
Heima hjá ríkisstjóranum var verið að sýna þjóðlega óper-
ettu. Á svölunum í kringum sviðið var flest af heldra fólkinu í
Lhasa saman komið, allt glitrandi í silki, ásamt mörgum hátt-
settum klerkum. Þeim var skipað í sæti eftir metorðum. Ríkis-
stjórinn sat á þriðju og efstu svölunum. Hann hvarf nærri því
á bak við stofublóm.
Sýningin hélt áfram þindarlaust allan daginn. Alltaf þegar
leikendurnir kornu inn, köstuðu þeir sér flötum á gólfið fyrir
ríkisstjóranum. Þjónar voru alltaf á þönurn með te. Tvisvar
um daginn var okkur borinn matur á kínverska vísu. Það voru
mjög sjaldgæfir og gómsætir réttir aðfengnir handan yfir fjöll-
in, svo sem hákarlsuggar, sjósníglar, þörungar, rækjur og fleira.
Þetta var eitthvað annað en dagleg fæða alþýðunnar í Thibet,
en hún er aðallega þurrkað kindaket, steikt byggmél og hálf-