Jörð - 01.12.1946, Page 147
JÖRÐ 305
grönnum og haldið sjálfstæði sínu. Jafnvel eins og er, virðist
dálítið tvísýnt um það. Sagan segir frá innrásum Mongóla,
Kínverja, Nepalmanna og Breta. Jafnvel Rússar, á dögum
keisaranna, reyndu að ná þar pólitískri fótfestu. Kínverjar réðu
þar lengst. Það var ekki fyrr en í kínversku stjórnarbyltingunni
1911 —12, að Thibetbúum tókst að reka kínverska setuliðið af
höndum sér og ríla sig undan oki Mandsjústjórnarinnar. Sem
stendur ráða Kínverjar yfir austurþriðjungi landsins, en hann
er auðugastur, og brezkra áhrifa gætir töluvert við suðurlanda-
mærin. En meiri hluti Thibets, þar á meðal höfuðborgin, er
samt í raun og veru sjálfstætt.
Bæði Bretar og Kínverjar hafa sendiráð í Lhasa og hvorir
um sig eru á verði gegn hinum. Báðir hlaða gjöfum á Dalai
Lama og aðra áhrifamenn. Gjafirnar eru allt frá perluskeftum
skammbyssum upp í gullstengur. Brezk áhrif eru sterk meðal
veraldlegra höfðingja. Nokkrir þeirra hafa menntazt í Ind-
landi. Prestastéttin er aftur á móti vinveittari Kínverjum, bæði
vegna stórgjafa þeirra til klaustra í Thibet og eins vegna ná-
kominna trúarbragða.
Fáa nienn grunar það, en þó er það svo, að framtíð Thibets
verður eitt erfiðasta viðfangsefnið í Asíu núna eftir stríðið.
Pólitískt gildi Thibets stafar af áhrifum Dalai Lama, sem ná
langt út fyrir hans eigin landamæri til Buddhatrúarmanna
undir yfirráðum Kínverja, Breta og Rússa. Thibetbúar reyna
að notfæra sér núverandi frelsi sitt en kvíða því samt, hálft í
hvoru, að kínverskar hersveitir komi aftur einn góðan veður-
dag. Þeir viðurkenna, að þeir eiga kínverskri menningu mikið
að þakka, en hins vegar halda þeir því fram, að þeir séu sér-
stök þjóð og hafi rétt til að ráða sér sjálfir. Her hafa þeir lítinn,
5000 manns — svo að þeir treysta meira á það, að hvorki Bretar
né Kínverjar unni hinum mikilla valda í landinu.
Shen Chung-lien, sendifulltrúi Kínverja í landinu og
menntaður í Ameríku, sagði mér, að enda þótt Kínverjar líti
svo á, að Tliihet sé óaðskiljanlegt kínverska lýðveldinu, þá
gætu þeir þó fallist á, að landið hefði töluverða sjálfstjórn.
Kínverjar líta það illu auga, að beinir samningar hafa farið
fram milli Thibets og Breta-veldis, meðal annars þess efnis, að
20