Jörð - 01.12.1946, Page 149
JORÐ
307
móðgun við gestinn að anda að sér sama lofti og hann. Samt
sýnast Thibetbúar vera ekki síður ánægðir með kjör sín en
aðrir menn.
Sé nokkur valdastreyta í Tliibet, er hún á rnilli höfðingj-
anna og prestanna, og eins og er, veitir prestunum betur. Fá-
einir höfðingjanna — mjög fáir — hafa menntast í Indlandi,
og fjórir að minnsta kosti hafa gengið á enska skóla. Lítill
flokkur þeirra — sjálfsagt innan við hundrað — vildi helzt
afnema einangrunarstefnuna og láta taka upp vestræna háttu.
Þessurn fáu mönnum getur vaxið fylgi, en sem stendur geta
þeir ekki eða kæra sig ekki um að hefja baráttu fyrir skoðun-
um sínum gegn ofurvakli prestanna. Kirkjan veit, að erlend
áhrif mundu skerða vald hennar.
Lesandanum blöskrar
víst að lesa framangreinda lýsingu á einfeldni og vanasefjun almúgans í
Thibet. Þar stendur allt í stað og allir muna, hvernig allt á að vera. Hér á
íslandi gildir aftur á móti það, að „öllu breyta þeir“ (eins og Hagalín nefnir
sögu sína hér í heftinu), og hér man enginn neitt — einkum á stjórnmálasvið-
inu. „Leiðandi" stjórnmálamenn, íslenzkir, éta í dag með glaðlegu hispurs-
leysi ofan í sig, hvað sem vera skal af þvi, er þeir sögðu í gær, og „háttvirtir
kjósendur" horfa á það allt með óraskandi trú, því heldur ekki þeir muna
neitt fremur en „apakynið", sem um ræðir í „Dýrheimum" Kiplings (ágætri
sögubók). Hér er dæmi:
„Þjóðviljinn“ í forustugrein um kosningaúrslitin í sumar, er leið, 4. júlí:
„Aldrei hefur stjórnarandstaða á íslandi farið aðrar eins hrakfarir í kosningum
og Framsókn nú. Þjóðin hefur kveðið upp þungan dóm yfir afturhaldspólitík
þess flokks. Undir forustu Eysteins oig Hermanns hefur Framsóknarflokkurinn
síðasta áratuginn siglt svo hraðbyri til hægri, að hann er kominn hægra megin
við íhaldið. ... Kosningaúrslitin sem heild eru traustsyfirlýsing til nýsköpunar-
stefnunnar, eindregin krafa fólksins um áframhald þeirrar stefnu."
Sama blað í forustugrein 12. janúar sh: „Það leikur ekki á tveim tungum,
að meginþorri kjósenda Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sósíalista-
flokksins vill, að þessir flokkar stjórni landinu í sameiningu....“
„Þjóðviljinn" skýrir líka frá því, að 2. des. sl. hafi Sósíalistaflokkurinn farið
þess á leit við Framsóknarflokkinn að ræða ofangreinda stjórnarmyndun. Sömu-
leiðis, að 6. des. hafi fulltrúar Sósíalistaflokksins lýst því yfir á viðræðufundi,
að þeir teldu, að Hermann Jónasson ætti að standa fyrir þeirri stjórn.
20*