Jörð - 01.12.1946, Side 150
Eric Perry:
Múmía að verki
DULARFULL veikindi, slys, dauði og fjártjón hefur verið
talið eiga rót sína að rekja til konu, sem andaðist fyrir
3500 árum. Þetta hljóðar ótrúlega. En þér getið fellt yðar dóm,
eftir að liafa lesið það, er nú skal greina.
Konan, sem sagt er frá í skrá Brezka safnsins í London,
og er nr. L 22,542, var kóngsdóttir í Egyptalandi og kven-
prestur við hof guðsins Ammon Ras. En það hof var í Þebe.
Lík kóngsdóttur þessarar, eða smyrðlingur þessi, fannst við
fornleifagröft um síðustu aldamót.
Nokkrum dögum eftir fund þennan missti einn leiðangurs-
manna liægii handlegginn. Annar af þeirn félögum dó á óskilj-
anlegan 'hátt, áður en ár var liðið. Sá þriðji var myrtur
skömrnu síðar.
Er eigandi smyrðlingsins kom heim til Englands, bárust
honum þau tíðindi, að öllum eignum hans hefði verið stolið.
Þá var múmían send til ljósmyndara í London. Þann dag,
er hann hafði tekið .mynd af kóngsdótturinni, kom hann til
eigandans, og var hann þá svo illa farinn á sálinni, að honum
lá við sturlun.
Myndasmiðurinn hafði tekið myndirnar, framkallað plöt-
urnar og tekið ,,kopiurnar“. Enginn annar liafði lagt hönd að
því verki, eða komið í námunda.
Myndirnar, >er hann hafði gert, sýndu ekki visna múmíu,
heldur lifandi konu, með augu, sem illskan gneistaði úr.
Myndasmiðurinn andaðist að fám vikum liðnum úr veik-
indum, sem enginn gat skilgreint.
Eigandinn varð óttasleginn, og ákvað að losa sig við kóngs-
dótturina, sem óhamingjan ifylgdi. Hann gaf Brezka safninu
smyrðlinginn. Sendillinn, sem bar bann í safnið, dó að viku
liðinni.
Það komust á kreik ljótar sögur um kóngsdótturina. Margir
héldu því fram, að ýmsir þeir, sem einungis höfðu horft á