Jörð - 01.12.1946, Síða 151
309
JÖRÐ
hana, yrðu fyrir einhverri óhamingju. Starfsmönnum safnsins
var nú nóg boðið. Kröfðust þeir þess, að múmían væri tekin
úr safninu og flutt á brott. Stjórn safnsins varð við þessari
kröfu. Lét hún gera eftirlíkingu, er sett var á sama stað, og
prinsessan liafði á verið, en faldi hana sjálfa.
En þetta bragð uppgötvaði amerískur Egyptalandsfræðingur.
Bað liann um leyfi til þess að flytja kóngsdótturina til Ame-
ríku. Var þetta samþykkt.
Nokkrum dögum síðar hættu hin dularfullu fyrirbrigði, í
sambandi við þessa 3500 ára gömlu prinsessu, að gerast. Múm-
ían liafði verið látin í skip, sem sigldi áleiðis til Vesturheims.
En skip þetta komst aldrei alla leið.
Kóngsdóttirin hvílir nú á botni Atlantshafsins. Hún sökk
með skipinu, ásamt áhöfn og fjölda farþega. Hvað hét skipið?
Titanic!*)
(Þýtt úr sænska tímaritinu ALLT)
Dularfull bókaútgáfa
Ú SKAL aðeins drepið á dularfulla atburði, er gerast á voru landi, íslandi,
— ’ °g það á síðastliðnu hausti. ]>að eru nokkrar auglýsingar um bækur, sem
átt er við, sem enginn veit, hver stendur að, þó að t. d. standi undir einni:
„Ugluútgáfan"; annarri: „Bókaútgáfan Syrpa", o. s. frv. I'að er fleira dular-
fullt við þessar auglýsingar, en hinn grímuklæddi auglýsandi. Það er dular-
fullt, eða a. m. k. leiðinlegt, að það skuli þvkja auglýsing meðal Islendinga
í uinsögnum sem þeim, er nti skal greina:
„Saklaus léttúð .... er .... feimnislaus frásögn af ástríðufullu samlífi karls
og konu .... hinar bersöglu ástalífslýsingar (höf.) hafa lineykslað margan tepru-
legan lesandann .... feimið og teprulegt fólk ætti að forðast (bókina) . .. .“
„ í bókinni Fyrir karlmcnn gelið þcr lesið um kvennafar (ritað af konu) ....
um framhjátökur .... um siðgæði kvenna .... um tvo heiðursmenn, sem höfðu
í ógáti skipti á konum sínum. Karlmenn, lesið þessa bók, en gætið þess, að
konur hnýsist ekki í hana."
Um bækurnar skal ekki dæmt — þær liefur JORi) ekki séð —, en auglýsingar
af þessu tagi eru vægast sagt velgjulegar og vonandi, að flestir liafi þá sóma-
tilfinningu að hundsa þær. — Annað afbrigði auglýsinga af sama tagi cru klám-
kenndar myndir af kvenfólki; eru þær og orðnar algengar á bókarkápunum.
') Titanic-slysið er eitthvert frægasta sjóslys, sem orðið hefur.