Jörð - 01.12.1946, Síða 159
B. O. B.:
Faðir-vor
VII.
KOMI ríki þitt.“
Hvert skyldi guðsríki eiga að koma?
Auðvitað þangað, sem biðjandinn er. Þegar ég segi ,,komdu“,
þá á ég við, að sá, sem til er talað, komi til mín. Þegar ég bið
„komi ríki þitt“, á ég við það, að ég biðji um, að ríki Föðurins,
sem er í himnunum, komi þangað, sem ég er.
Og hvar er ég svo?
Á Jörðinni, vitanlega! Á íslandi. í mínu byggðarlagi. í
heimili mínu. Á starfsstöð minni. í ýmiss konar félagsskap,
bundnum og óbundnum, tif gagns eða skemmtunar. ... Ég er
í mínum eigin líkama! Hvar sem ég fer, bið ég föðurinn í
himnunum um, að ríki Hans sé hið innra með mér, í hugar-
hræringum mínum, orðum mínum, verkum mínum, viðmóti
mínu, hvíld minni, skemmtun minni og lífsnautn. Ég bið um,
að ríki Hans sé með ástvinum mínum og öðrum nánustu ná-
ungum — með Kirkju íslands, Kristninni í heiminum, með Al-
Jringi, forseta íslands og ríkisstjórn og öðrum, er leiðtogaað-
stöðu skipa með Jrjóð vorri embættis, andlegs atgervis eða ann-
arra hluta vegna. Ég bið um, að ríki Hans komi til samstarfs-
stofnana Sameinuðu þjóðanna og þeirra manna út um víða ver-
öld, ,sem stýra þjóðunum. Ég l)ið um, að ríki Hans komi til
æsku íslands, — já, allra landa. Ég bið um, að það komi til allra.
Hvað er þá guðsríki?