Jörð - 01.12.1946, Side 160
318
JÖRÐ
Það er það ástand, að hinn raunverulegi vilji l'öðurins, sem
er í himnunum, fái að ráða og að máttarverk verði unnin — í
gróanda, í hreinsun hugarfars.opnun sambands við æðri heima,
í meðvitund umGuð og návist Hans, í kærleika. Hinn raunveru-
legi vilji Föðurins er góður og Ijúfur, eins og nafn Hans bendir
til. Nafninu samkvæmt getu-m vér alls ekki hugsað oss neitt
betra. Vilji föður er það, að barn hans nái fullum, fögrum og
frjálsum þroska, að Jrað njóti fjölbreyttrar reynslu og fari um
fram allt ekki á mis við fegurð lífsins, fögnuð þess, frið þess.
En þá má barnið heldur ekki hörfa undan áreynslu og afneit-
un langana sinna, þegar skyldan og nauðsynin eru annars veg-
ar. Því skyldurækni og lotning fyrir nauðsyn eru jarðvegurinn,
sem hinir vænu Eden-hlynir lífshamingjunnar fá sprottið og
þrifist í. Sá agar barn sitt, sem elskar það, segir Salómon. Faðir
vor, sem er í himnunum, elskar börn sín. Hann agar því
einnig, og ekki hvað sízt, oss, sem lært höfum að þekkja sjálf
oss sem börn Hans, en systkin náunga vorra. Þar sem nafni
Hans hins vegar hefur verið vísað á bug af þeim, sem ættu að
vita betur, getur allt gengið glatt um hríð. En svo fara áföllin
að koma. Og fyrr en varir: hrun og skelfing. Þar sem úrkynjun
er sezt er völdum — þar sem birta Sólarinnar er byrgð úti, ríkir
myrkrið og gerviljósið, — þar er allt markað Dauðanum. . . .
En jafnvel þangað fer Guðssonur til að leita að hinu týnda og
leitast við að frelsa það. Og svo er Dauðinn eftir allt saman ef
til vill aðeins þræll Drottins, þeim til bjargar, er ekki geta
gengist fyrir góðu! — Dauði hins ódauðlega — er Skelfingin —
hin fulla útilokun frá Guði — þangað til------
Þar sem guðsríki er, hefur lífið náð nýrri samstillingu, sem
opnar því nýjar og fullkomnari orkulindir, andlega kjarnorku-
krafta.
EG TALAÐI um það í upphafi þessarar greinar, að beðið
sé um, að guðsríki komi til mín og minna, og alls konar
þýðingarmikilla einstaklinga og mannfélaga. Allir þessir aðilj-
ar geta tekið á móti guðsríki, þó að það verði ekki þegar alls-
ráðandi með þeim. Það er eins og tendraður neisti, sem sums
staðar er að glæðast og sums staðar er falinn eða jafnvel að