Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 161
JORÐ
319
kulna. En livar sem hann kemur og glæðist, hinn heilagi andi,
þar koma fram göfugar og magnmiklar verkanir, sem jafnvel
enginn máttur annar liefði fengið leikið eftir, undir þeim og
þeim kringumstæðum. Þar glæðist kærleikur. Þar reisir trú
upp höfuðið. Þar gægjast upp vonarblóm. Þar kemur fram
hæfileiki til hreinleika. Þar verður allt hreint. Þar lýkst upp
fyrir fagnandi og undrandi augum guðsbarnsins leyndardóm-
urinn um frelsið. Þar fær maðurinn að sjá það með eigin aug-
um, að hann er nógu ríkur til að fórna. Þar ríkir friður, sem er
fylltur af fögnuði. Þar er starfsorkan. Þar er hæfileikinn til að
hvílast áhyggjulaust og til að njóta lífsins með Jrakkargerð. Þar
er miskunnsemin og hógværðin og hjartans lítillæti.
Allt þetta er þar — í smærri eða stæn i stíl. Þar streymir fram
upplýsing um lífið. Þar er Hafið Rauða þvert yfir leið veg-
farandans, en hann lætur sem harin sjái það ekki, — hann held-
ur viðstöðulaust áfram — og sjá: Hafið Rauða opnar sig fyrir
honum!
Því hér er lifað í samræmi við eilífðina — í smærri eða stærri
stíl, — tiplað á bylgjulengdum, sem vér göngum anriars að
jafnaði alveg fram hjá.
UÐSRÍKI á að koma til Jarðarinnar.
Vj" Stendur það ekki berum orðum í bæninni?: „Helgist nafn
þitt, komi ríki þitt, verði vilji þinn---svo á Jörðu sem á
himni." Ég segi það alveg satt, að mér finnst Jjað liggja í augum
uppi, að þetta ,,svo á Jörðu sem á himni“ eigi jafnt við allar
framangreindar bænir.
Guðsríki er að breiðast út um himingeiminn. Það tekur
hverja stjörnuna fyrir af annarri og leggur hana undir sig. Og
nú stendur orrahríðin um Jörðina. Ja, — ég fyllyrði auðvitað
ekki, að svona sé það allt, en ósköp finnst mér Jrað trúlegt. Og
um Jörðina er Jrað auðvitað gefinn hlutur.
Guðsríki á að leggja undir sig alla Jörðina.
Sú tíð kemur — og er varla langt undan, — að spádómar
Nýja Testamentisins um heimsendi rætast. Heimsendir þýðir
ekki Jrað, að Jörðin farist, heldur hitt, að nýtt lífssögutímabil
renni upp: tímabil fu]IkomnunarþeirrarsamstiIlingar,semNýja