Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 162
320
JORÐ
Testamentið kallar „samfélag heilagra". Með þeirri fullkomn-
un er mannkyninu svift upp á nýja og æðri „bylgjulengd“ lífs-
formanna, er ber af núverandi mannlífi eins og það ber af
dýrunum eða líkt og kjarnorkan ber af gufuafli. Þá er guðsrík-
ið að fullu komið.
En hvernig má slíkt verða?
Mannkynið sýnist að sumu leyti aldrei hafa verið fjær guðs-
ríki en einmitt nú.
Menn gleyma venjulega að reikna með skammsýni sinni. Vér
sjáum hvorki upphaf né endi. Yfirsýn liinna duldu strauma eða
þráða mannkynssögunnar, lífssögunnar, Jarðsögunnar, vantar
oss með öllu. Með því að reyna að rista ofurlitla vitund niður
úr efsta yfirborðinu, ættum vér að geta ímyndað oss, að aukin
spenna í mannheimum, æ skýrari línur góðs og ills, sanns og
svikins, ætti ekki að þurfa að vera ósamrímanlegt undirbún-
ingi heimsendis og myndun einhvers allt annars og betra.
Hálfvelgjan er hið eina, sem engin fyrirheit hefur. „Betur, að
þti værir kaldur eða heitur,“ segir Drottinn. „Af því að þú ert
hvonki heitur né kaldur, heldur hálfvolgur, mun ég skyrpa þér
út af munni mínum." (Opinberun Jóhannesar 3, 15.—16.). Nú-
tíminn er ekki svo mjög hálfvolgur. Hann er miklu fremur
svæsinn. Það er engan veginn eins óefnilegt og margur heldur!
Þegar svo Jörðin sjálf eða allt mannlegt líf á henni er komið
í yfirvofandi hættu, er runnið upp fyrsta tækifæri mannkyns-
ins til allsherjarsamstillingar. Því guðsbörn vita, hvað í vænd-
um er, og hræðast hvergi, heldur lyfta fagnandi höfði sínu og
höndum, í barnslegu trausti, á móti því sem koma skal. Og trú
þeirra mun fara í alla hina, því að hörð hjörtu heimsins barna
eru þá orðin gljúp af hinum óskaplega þrýstingi hinnar hnatt-
rænu hættu. Þar með er guðsríki komið með óafturkallanleg-
um krafti til Jarðarinnar.
En þangað til þetta verður, verðum vér, guðsbörn, að biðja
um, að það verði sem fyrst og vægilegast. Og þangað til allt
þetta verður, verðum vér að biðja um, að guðsríki komi æ bet-
ur til sjálfra vor og vorra nánustu náunga, þar með talin mann-
félög þau, sem vér erum í.