Ljós og skuggar


Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 5

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 5
5 og lítil stúlka stíga út úr honum; hvað ætli þær vilji okkur ? “ Karen flýtti sér að líta út um gluggann, og horfði forviða á gestina, sem gengu upp götuna að húsinu. Bráðum var drepið á dyr. Karen lauk upp. „Býr Hildur Jónsdóttir hérna?" spurði konan. „Já,“ svaraði Karen, „en hún er að sterkja lín hjá póstmeistaranum.“ „Það gjörir ekkert til; þið eruð víst börn henn- ar, .og jeg get eins heimsótt ykkur. En hvað gengur að drengnum?" spurði hún og gekk til Jóhanns litla. „Enhvaðþú ert fölleitur og veiklulegur, litli vinur minn,“ sagði hún blíðlega og klappaði á kinnina á honum. Jóhann fór að gráta. „Nei gráttu ekki, góði minn,“ sagði ókunna konan blíðlega, „guð leggur þessa byrði á þig í kærleiksríku augnamiði. Hefurðu verið lengi svona veikur?“ „Já.“ „Jeg er kona nýja prestsins ykkar, og mig langar til að gjöra eitthvað fyrir þá, sem eiga bágt. Við Sigríður litia dóttir min komum hingað til þess að heilsa upp á ykkur, og bjóða ykkur að taka þátt í sunnudagaskóla, sem við ætlum að stofna, og byrjar á morgun. En litli fatlaði drengurinn kemst máske ekki heim á prestssetrið, það er liklega oflangur vegur fyrir hann?“ „Við eigum hjólbörur, “ svarði Karen, og jeg get ekið honum í þeim,“

x

Ljós og skuggar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.