Ljós og skuggar - 01.01.1903, Side 7
7
ofan að brautarstöðvunum á meðan jeg er að tala
við konuna."
„En hvað frúin er góð við okkur.“
Karen og Jóhann voru frá sjer numin af gleði,
þetta var í fyrsta skipti, sem þau fengu að aka í
vagni.
„Segið þjer mjer nú frá öllu saman," sagði frú
Willmann vingjarnlega þegar börnin voru farin. Og
Hildur sagði henni sögu sína. Hún hafði gipzt
fyrir 14 árum, maðurinn hennar var þá ungur og
efnilegur trjesmiður. Þeim hafði liðið mjög vel
fyrstu árin, en svo komst hann í kynni við óreglu-
sama samverka menn, og hann fór að fylgja þeim
eptir á knæpuna, og eptir lítinn tíma var hann orðinn
ofdrykkjumaður. Hann hafði áður verið ástúðlegur
eiginmaður og góður faðir, en nú varð hann orsök
í ógæfu og böli heimilisins. Einhverju sinni, er
hann kom mjög drukkinn heim, hratt hann um
barnsvöggunni, þar sem Jóhann litli svaf, og við þá
byltu vaið barnið kryppljngur alla æfi.
Loks lenti hann í áflogum kveld eitt á kránni,
hann hafði tekið upp hníf og stungið mótstöðumann
sinn, sárið var hættulegt og maðurinn andaðist
skömmu síðar.
„Það eru nú iiðin nærri 8 ár síðan, og í ágúst-
mánuði er fa-ngelsis tíminn liðinn og þá býst jeg við
honum beim, og það verður erfiðast fyrir mig. Jeg
hef borið mig að vinna fyrir mjer og börnunum
þessi árin, og við höfum aldrei þurft að svejta