Ljós og skuggar


Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 16

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Qupperneq 16
16 ekki einu sinni sjeð, hvemig brautafjelaginu okkar líður. Þú ættir að koma með mjer núna og sjá þig ögn um.“ Steinn kvað já við því, og Karl talaði um alla heima og geýna. „Komdu inn með mjer og heilsaðu upp á „kellu“ mína,“ sagði hann. Já, hann vildi það gjarnan. Það var allt líkt því, sem verið hafði, óhreinlegt og sóðalegt. Kona Karls, aldurhnigin gráhærð kona, skarpleit og harð- leit á svip var að kveikja upp eldinn, þegar þeir komu inn. „ Geturðu ekki látið oklcur fá kaffi, Mína?“ spurði Karl. ,Jeg er hjer með gamlan kunningja." „Já, maður kannast við hann,“ sagði Mína og heilsaði upp á Stein. Vonbráðar var kaffið tilbúið, það var borið fram í óhreinum krukkum og Steinn gat ekki látið vera að jafna saman í huga sínum hreinlætinu heima hjá konu sinni, og óþrifnaðinum þarna. Þegar þeir voru búnir að drekka kafFið, tók Karl fram vínflösku og staup, „við verðum að fá okkur ofurlítið tár,“ sagði hann. Steinn hellti strax á hjá sjer. „Það er blessað að fá þó að dreypa á einu sinni enn, * hugsaði hann. En hjer fór sem optar: ein syndin býður annari heim. Fyrsta vínglasið vekur löngunina og er orsök í hrösinni. Á heimili hans varð órói, sorg og ófriður. Hver getur lýst eymdinni, sem ríkir á heimili drykkju-

x

Ljós og skuggar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.