Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 17

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 17
17 mannsins? Hver getur talið tár konunnar hans? Prestshjónin gjörðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að áminna Stein, og til að hughreysta og gleðja konu hans og börn. „Bænirnar okkar verða ekki árangurslausar, “ sagði presturinn við Hildi, einn dag um vorið, er hann mætti henni á veginum, „Haldið þjer einungis áfram að biðja og efizt eigi, drottinn bænheyrir á sínum tíma, þegar honum þóknast. “ V. „Má hún Karen aka mjer í smiðjuna í dag?“ sagði Jóhann litli einn bjartan, bliðan dag um vorið. „Hvað ætlarðu að gjöra þangað?“ „Jeg ætla að vera hjá honum pabba. Jeg get kannske hjálpað honum eitthvað, jeg gat það i haust. “ Móðir hans hugsaði sig ofurlítið um. Ekki gat það nú verið neitt hættulegt, og það var gott fyrir Jóhann litla að breyta ögn til, honum þótti svo gaman að sitja nálægt járnbrautinni og horfa á eimlostina bruna áfram. „Jeg þarf að fara niður á brautarstöðvarnar. Svo við Karen getum ekið þjer í smiðjuna með okkur.“ Steinn var ekki í smiðjunni, þogar þangað kom. Hann sló opt slöku við virmuna nú orðið.

x

Ljós og skuggar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.