Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 24

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 24
24 Gamla konan sagði ekkert, hún stóð upp og fór að taka diskana af borðinu. „Það er nú hægra sagt en gjört alltsaman, maður verður líka að hugsa um að lifa,“ sagði hún svo og stundi við. „Helga min, viltu þvo fyrir mig diskana, jeg verð að fara að líta eptir hálstauinu piltanna?" „Jeg má ómögulega vera að því, jeg var búin að lofa henni ínu, að koma með henni uppá stíg. „Hún tók sjalið sitt og „hanskana" og hljóp ofan stigann og út; „vertu sæl mamma' kallaði hún til móður sinnar úr stiganum, og var horfin út á götuna. Móðir hennar bar út af borðinu, og fór svo að þvo diskana. Hún varp öndinni þungt hvað eptir annað, og við og við tók hún hendinni undir síð- una, eins og hún kendi til sársauka. Hún var ekkja eptir efnaðan bónda. Hún varð að bregða búi þegar hann dó, hana hafði þó langað til að halda áfram að búa, en menn álösuðu henni mjög fyrir það. „Börnin þín sjá aldrei og læra aldrei neitt annað en að berja á túni og mjólka beljur, og hvaða líf er það fyrir eins fallega stúlku og hana Helgu þina, og jafn skemmtilegan og gáf- aðan pilt og hann Jón þinn,“ sögðu menn, og svo fór að hún ljet undan. Hún svaf ekki mikið síð- ustu nóttina á Brekku, bújörðinni sinni, þar sem hún hafði dvalið öll sín bú- og hjúskaparár; og eiga að fara í þurrabúð til Reykjavíkur! Já, henni óaði við því. En börnin hennar! Jæja, vegna þeirra. Hún var nú sjálf um sextugt, og þá fer rú vana*

x

Ljós og skuggar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.