Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 30

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Blaðsíða 30
30 Undir kvöldið kom ína og spurði Helgu hvort hún væri búin að kaupa í kjólinn. Þegar hún heyrði hvernig í öllu lá, skeliti hún saman höndunum og hrópaði hástöfum: „Almáttugur! færðu ekki að fara? Nei, nú gengur yfir mig, á að neyta bjer um þessa saklausu skemmtun! Jeg skal finna hana og biðja hana um að lofa þjor.“ ína þaut fram í eldhúsið. Þar var móðir Helgu að keppast við að bolta hálslín. Hún var afar-þreytu- leg og dauf í bragði. ína heilsaði henni og byrjaði þegar á erindinu. „Jeg hef sett henni það í sjálfsvald," sagði gamla konan, „hún má fara ef hún vill, hún veit að jeg vildi heldur hafa hana heima hjá mjer þetta kveld, oi-sökina veit hún.“ „Nú, nú Helga," sagði ína þegar hún kom inn, „mamma þín sogist vera búin að leyfa þjer að fara, og þú mátt víst fá þjer í kjólinn líka, vertu bara ekki að gráta yfir þessu góða mín, jeg skal koma með þjer í fyrramálið að kaupa í kjólinn, það er nægur tími til að sauma. hann enn. Þú færð auð- vitað lán hvar sem þjer sýnist, svo borgarðu seinna. Heyrðu, komdu með mjer ofan á apótek, jeg ætla að kaupa hárolíu." Þær lögðu á stað. Við dyrnar á lyfjabúðinni mætti R. læknir þeim. Þegar hann sá Helgu heils- aði hann henni og bað hana að tala við sig fáein orð. ína hljóp inn á meðan. „Hvernig líður raóður yðar,“ spuiði læknirinn. „Þakka yður, fremur vel.“

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.