Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 31

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 31
31 „Hún er ekki mjög lasin í dag?“ „0, nei, ekki held jeg það.“ „Þjer vitið ekki um það?“ „Hún er á fótum.“ „Meira af vilja en mætti, skal jeg segja yður, hún er veik og þyrfti að liggja, og ef hún ætti dóttur, sem hjálpaði henni með húsverkin, í stað þess að hugsa einungis um „spáseringar" og fín föt, þá mundi hún geta hvílt sig, því þess þarf hún með.“ Læknirinn leit framan í Helgu um leið og hann sagði þetta. Hanasettidreyrrauða,oghúnbeitávörina. „En ef jeg væri nú svo djörf að segja, að herra læknirinn sje enginn húsbóndi yfir mjer,“ sagði hún svo reiðuiega. „Þá svara jeg því,“ sagði hann alvarlega, „að þó jeg sje ekki húsbóndi yðar, þá er jeg læknir móður yðar, og hef fulla heimild til að heiinta hlýðni bæði af henni og yður fröken góð, þegar um heilsu hennar, já líf hennar eða dauða getur verið að ræða.“ Ilelga leit fyrirlitningar augum á læknirinn, eins og hún vildi segja: „ Jeg marka ekkert þetta raus. “ „Jæja, jeg hef aðvarað yður, og segi enn einu sinni, það væri vissara fyrir yður að hugsa meira um heilsu móður yðar, heldur en „kálfaskokkið/ sem þjer eruð að búa yður á.“ Hann lypti hattinum og fór. Helga stappaði fætinum af reiði. „Hvað varð- ar hann um mig! „Ja, nú skal jeg þó fara, jeg skal gjöra honum það til ills. Hvað er hann að skipta

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.