Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 37

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Síða 37
37 rólega, „en þjer komnS ekki, nú kem jeg til að sækja yður, móðir yðar er hættuiega veik. Veslings stúlka þjer viijið þó víst kveðja hana móðuryðar." Helga hrökk við. Gat }að verið. Uss, liann hann var bara að hræða hana! Hann er sí og æ með þessar alvöru grillur. „Jeg kem bráðum," sagði hún svo kuldalega. „Fyrst þjer viljið ekki komas<rax„ segir hann í einbeittum róm, „þá verð jeg að segja yður sann- leikann; móðir yðar liggur fyrir dauðanum, hún fjekk ákafan blóðspýting, sem lilýtur að gjöra skjótan enda á lífi hennar. En við ykkur hin vildi jeg segja að það er mikill munur að koma í háværa dansglauminn ykkar frá sjúkra beði deyjandi manns. Vesiingarnir ykkar, þið eruð að eltast við heimsku og hjegómaglingur sem heimurinn hampar framan í ykkur! Haldið þið, að þið dansið burt úr ykkur lifsleiðindin, sem kvelur ykkur, þrátt fyrir hlátia- sköllin í ykkur. Nei, lífsgleðina finnið þið ekki hjer. Hver haldið þið að geti dansað burt frá hel- kaldri greip dauðans? Sú stund kemur að dauðinn ber að dyrum hjá þjer ungi maður og unga stúlka, sem núna leikið ykkur með dansi og gauragangi heimsbarnanna, og þá færi betur, að væri hljóðara í kringum ykkur en nú.“ Lækmirinn var farinn. Fólkið stóð þegjandi og horfði hvað á annað. „Hann er vitlaus," sögðu sumir, „þetta er satt,“ Jiugsuðu aðrir, er þeir þorðu ekki að segja það.

x

Ljós og skuggar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.