Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 38

Ljós og skuggar - 01.01.1903, Page 38
38 VI. Já, mismunurinn var mikili á þrönga, dimma þakhýsinu, og stóra, bjarta danssalnum, og munur- inn var mikill á rjóða, blómlega andlitinu og föla, tærða. andlitinu á koddanum. Helga stóð við rúmstokkinn, henni hrundi ekki tár af auga, henni fannst hjarta sitt eins og steinn, glóandi steinn, sem þá og þegar mundi mundi springa í ótal parta. Hún stóð þarna í hvíta „ballkjólnum" með blómið í hárinu, með hvitu glófana, hún flutti með sjer vín og tóbaksþef, og þarna lá hún móðir hennar örend!---------- Hvað er dýrð ogljómi heimsius, hvað er skart og fegurð ykkar ungu stúlkur? Hvað er þetta allt annað en fys, sem fýkur, blóm, sem visna, bóla, sem hjaðnar og verður að engu? Lítið þið á hana Helgu, sem fyrir einu augna- bliki var að dansa kát, fjörug, ljettúðug, andvaralaus. Nú stendur hún andspænis dauðanum, og hvað verð- ur þá úr allri skemmtuninni? Nei, líflð heimtar alvöru. Æfiferill í 5 þáttum, 1. Þáttur. Hann fór að heiman, yflrgaf kyr- látu, friðsælu foreldrahúsin, því að hann mátti tij með að »sjá sig um,“

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.