Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 19

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Side 19
19 mál hverrar þjóðar. Afengisbölið er hið þyngsta böl, er mannkynið hefur að bera. Spyrjið þið konur drykkjumannanna, mæður þeirra, börnin þeirra, alla aðstandendur þeirra, hvort þeir þekki nokkurt annað meira böl! Komið þið með mjer inn á heimili drykkjumannanna, og þið þurfið ekki framar vitna við, „þegjandi votturinn lýgur sízt.“ Og hver vill svo, sem hefur einhvern snefil af mannúð og bróðnrkærleika til að bera, skella skolleyrum við kalli voru: Komið, takið þátt í baráttunni, standið eigi hjá með hendur í vösum. Málefni vort er alvarlegt, og skyldur vorar eru einlægni, kapp, kærleikur, alvara. ► Vjer viljum leitast við að benda á hættuna, forða frá henni, bægja henni algjörlega burtu. Er enginn, gestur hjer inni, sem vill leggja hönd á þetta háleita hlutverk með oss. Pað borgar sig að vinna landinu sínu, þjóð og einstak- lingi æfinlegt og varanlegt gagn. “ — — Því næst tók kona til máls: „Jeg þekki ofdrykkjuna, og jeg flýði undir vernd Keglunnar, og bjóst við hlífð fyrir mig og drenginn minn, og fjekk hana. Jeg vil beina orðum mínum til kvenmanna, einkum til mæðr- anna, sem eiga syni: viljið þið ekki að synir ykkar verði reglumenn? Jeg þekki margar kon- * ur, sem ekki vilja hætta að hafa vín um hönd í húsum sínum, sem ekki þykir það „fínt“ að vera Good-Templar, sem eru ekki hræddar við áhrif vínnautnar í „hófi.“ En jeg þekki einnig,

x

Ljós og skuggar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.