Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 4

Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 4
2 SYRPA og næstu nótt átti cg von á aS geta notið þæginda í hótelinu á brautar- stööinni. En vegurinn var afleitur og hríSin blindaSi hestana. Okkur daga'ði því uppi í Zitma; þaS er litiö þorp nokkrar mílur frá járnbrautar- stöðinni. Vi'ö vorum báöir ókunnug- ir í þorpinu og vissum því ekki hvar heppilegast mundi vera aö leita gist- ingar. Eins og af tilviljun námu móðir og másandi hestarnir staöar fyrir utan þann gluggann, setn bezt var lýstur. ökumaöurinn staulaöist stirðlega niöur úr sæti sínu og drap á dyr; en eg gægöist út úr vagninum til að sjá, hvaöa viötökur hann fengi. Bóndinn kom sjálfur til dyranna; hann nam staðar á þroskuldinum og virti gestinn vandlega fyrir sér. “Er nokkurt gistihús í þorpinu?” spurði fylgdarmaöur minn. “Hér er ekkert gistihús, sonur minn,” svaraöi bóndi; hann var einn af þessum alvörugefnu, tígulegu mönnum, sem einstöku sinnum sjást á meöal betri bændastéttarinnar á Rússlandi. Þegar hann sá, aö viö voruni ekki embættismenn stjórnar- innar í eftirlitsferö, sem fólki þar í landi stendur svo mikill stuggur af, bætti hann viö og var mun mýkri á manninn: “En öllum hógværum feröamönnurn er heimilt aö hvila sig i kofanum mínum, þó hann sé varla boölegur, og hesthúsiö mega þeir nota.”' Um leiö og hann sagöi þetta, gekk hann aö sleðanum, þar sem eg sat, og bauð mér aö koma inn. Matarlykt lagöi á móti okkur í dyr- unum; þegar við konuun inn, heils- aöi húsfreyjan og heimasætan okkur vingjarnlega. “Dóttir mín!” mælti bóndi. “Vís- aðu gestunum á herbergi, þar sem þeir geta yljað sér um stund og beröu svo matinn á boröið.” Hún hlýddi samstundis, vék sér þýðlega aö mér og hjálpaöi mér úr yfirfötunum. Því næst sótti hún viðhafnar stólana, sem gestum, er mikiö er haft við, eru ætlaðir. Hún var í rauðum “saraphan”, sem rúss- neskar heimasætur nota, þegar þær ná gjafvaxta aldri. “Dóttir min er 21 árs í dag,” sagöi bóndinn og leit drýgindalega á eftir henni. “Við gerum okkur í kvöld dálítinn dagamun í tilefni af því, og v‘ð höfum mikla ánægju af aö geta boöiö ykkur að taka þátt í honum meö okkur.” T>aö leit út eins og bóndinn hefði átt von á okkur. Borðið var hlaðið svo miklum og margskonar réttum, aö annaö eins geta bændur í Síberíu ekki látiö eftir sér oftar en einu sinni eöa tvisvar á ári. Fyrst kom kál- súpa, því næst nautakjöt. þá steikt gæs og loks kryddkökur og sedrus- hnetur. Regar eg kom inn í borðsalinn, tók eg eftir þvi, að við gluggann stóö lítiö borö; á því var logandi lampi og brauðhleifar. Jafnskjótt og réttirnir voru á borð bornir stóð heimasætan upp og lét einn af beztu bitunum á þetta litla borð. í hugsunarleysi sagði eg því viö húsbóndann: “Það lítur út fyrir, að cinhver af gestunum hafi ekki komið. Eöa er einhver af heimilsfólkinu veikur?” j Dauðaþögn sló yfir alla, sem áöur 1 höfðu veriö svo glaðir, og allir litu svo vandræðalega á húsbóndann, að eg sársá eftir að hafa gloprað þessu út úr mér. En hann svaraði hægt og stillilega, þó aö auðheyrt væri á al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.