Syrpa - 01.09.1913, Síða 7
GESTUR í RIFÍ
5
þaö heldur þó Kristján konungur
fyrsti lýsti þá alla seka skógarmenn
og landræka, er slíka verzlun rækju.
Hagurinn af þessari verzlun var svo
niikill, aö hver og einn vildi voga lífi
sínu til aö verða hans aðnjótandi.
Mannslífið var nú ekki metið hátt á
þeim árum, og þetta ógæfusama land
hafði hlotið hnattstöðu svo langt
fyrir norðan það, er lög -og réttur
náði, að hið konunglega bann var lík-
ast hótun til málamynda. Saga ís-
lands á því tímabili cr ljós mynd af
því, hvað Noröurlönd gátu lítið við-
nám veitt erlendu valdi á því tíma-
bili. I Danmörk, Noregi og Svíþjóð
rak Hansastaða-félagið verzlun sína
meö svikum og ofbeldi. Á íslandi
böföu ensku kaupmennirnir fetaö í
spor þess og liaft fyrir skálkaskjól
fjarlægð Islands og fátækt þjóðar-
innar.
Ueir er i Rifi bjuggu litu því með
von og kvíða til skipsins, er að landi
skreið, því þeir sáu það var enskt.
I’eir höfðu sérstaka ástæðu til að
óttast Englendinga, því það var í
Rifi að ‘iénsmaður” konungs, Björn
Uorleifsson, var af lífi tekinn fyrir
nokkrum árum. I'að voru Englend-
ingar, er lögðu hann aö velli, er hann
vildi hindra ránskap þeirra. En nú
gátu þeir ci verið án ensku viðskift-
anna, því sá tími var löngu liðinn, cr
íslendingar sigldu sjálfir uni höf og
keyptu og seldu vörur. Og þó það
væri hart, urðu þeir nú að beygja sig
undir yfirgangsmennina.
“Það er Rikaröur Burlington; eg
þekki skipið af framsiglunni,” sagði
einn áhorfendanna, er skipið nálgað-
ist land.
“Það cr gott; hann er friðsemdar
maður,” sagöi annar, “og heiðarlegur
í vðskiftum.”
“Já, hann er eins heiðarlegur, og
Englendingur getur verið,” sagði sá
er fyrst tók til máls. Hann hét Þor-
björn. Hann var hniginn að aldri,
en stór og sterklegur og bar sig eins
og hetja. “Sárt er annars að hugsa
um það,” bætti hann við, “að svo er
nú komið fyrir íslendingum, að þeir
kveða þökk við því, ef einhver hlýðir
lögutn og rétti. Það var önnur kyn-
slóð, sem hér bjó áður fyrri.”
"Það er nú gamla viðkvæðið þitt,”
sagði einhver í hópnum.
“Það kann satt að vera,” svaraöi
Þorbjörn, “en það er ekki að ástæðu-
lausu.”
Skipið skreið nú til hafnar. Höfn-
in var sjálfgjörð; skerjaklasi lukti
hana og að eins mátti sigla inn um
mjótt sund með flóðinu. En svo var
grunt inni á höfninni, að skipið lá á
þurru um fjöruna. Þetta var enskt
kaupskip, tvímastrað, með vanalegri
gjörð.
Islendingar Iögðu lið sitt til að
draga skipiö að landi, heilsuðu skips-
mönnum vinsamlega og viku svo til
hliðar fyrir sýslumanninum, sem
fyrstur gekk út á skipið. Það var
ekki vandalaust verkið hans. Þegar
skip bar að landi, þá átti hann að
semja viö skipstjóra um vöruverð, og
cftir því verði átti svo að selja og
kaupa, því alt varð að borgast með
harðfiski. Peningar voru litlir til í
landinu. Þegar sýslumaður hafði
komið sér saman við skipstjóra um
verðskrána, auglýsti hann verðskrána
í heyranda hljóði, lýsti griöum yfir
verzlunartímann og áminti alla um
að selja eftir verðskránni. Svo var
dreginn upp einskonar fáni á verzl-