Syrpa - 01.09.1913, Síða 8
6
sýrpá
unarhúsin, er skyldi vera tákn þess
aS lögreglan héldi uppi friöi og griö-
um.
Næsta morgun kom séra Jón á
Ingjaldshóli aö Rifi. Ekki kom hann
í verzlunarerindum, heldur til aö
leita frétta hjá Englendingunum.
Séra Jón var sænskur aö ætt, haföi
um nokkur ár stundaö nám erlendis
og oft dvaliö á Englandi. P>ar haföi
hann liitt lúskup frá íslandi og þann-
ig náð íslenzkri prestsstööu. Séra
Jón var mentaður maöur, ekki a'ö
eins í gömlu málunum. Hann lagöi
sérstaka stund á landafræöi og fylgdi
meö áhuga öllu því er gjöröist um
uppgötvun nýrra landa. En þarna
var hann fjarri öllum þeim hjálpar-
lindum er til liks lærdóms þarf, —
haföi því mikiö af þekking sinni frá
samræöum viö misjafnlega áreiðan-
lega menn. Landafræðisþekking hans
var því orðin samsull af bóklærdómi
og hégiljusögum. Hann skoðaði
veru sína á íslandi sem nokkurs kon-
ar útlegð, og áleit íslendinga skræl-
ingjalýð. En samt var hann lilýlegur
í allri viðbúð við sóknarbörn sín, og
rækti embætti sitt samvizkusamlega.
Sóknarmönnum hans var því hlýtt í
geði til “enska prestsins”; en svo
kölluðu þeir hann, og þeir fyrirgáfu
honum þó hann talaði illa mál þeirra
og væri undarlegur í háttum að ýmsu
leyti.
Þegar séra Jón kom ofan að Rifi
þenna morgun, er áður er frá sagt,
þá lá skipið á þurru landi. Hann gekk
þegar til fundar við vin sinn, R. Bur-
lington skipstjóra, sem hann þekti
frá fyrri árum. Skipstjóri var þá að
tala við ókunnan mann. Maður sá,
er skipstjóri ræddi við, var meðal-
maður á hæð, vel vaxinn, langleitur,
með bogið nef og ljós aúgu. Klæðn-
aður hans sýndi, að hann var ekki
einn af skipverjum. Hann var dökk-
ur á hörund og eins og eldur brynni
úr augum lians. Auðsjáanlega var
hann af suðrænu kyni. Hárið var
nærri hvítt oröið og þó leit hann ekki
út fyrir að vera eldri en þrítugur.
Skipstjóri tðk kveðju prestsins
mjög virðulega og sagði liann kæmi
eins og hann hefði verið kallaður.
Kvaðst hafa verið aö tala um hann
við hinn háttvirta gest sinn, sem héti
Sir Christopher Dave. “Það er
portúgiskur höföingi,” hvíslaði skip-
stjóri að presti, “og guð rná vita
ltvers vegna lionum hefir dottið í hug
að ferðast til íslands. Eg hefi veitt
honum far fyrir góða borgun og góð
loforð, og lofað honum að greiða
fyrir erindi hans eftir mætti. Og það
cr nú bón min til yðar, að þér takið
hann á heimili yðar, fyrir sanngjarna
ltorgun, þcnnan tíma, er eg dvel hér.
Yðttr skal ekki iöra þess. Hann er
allra heiðarlegasti maður og hefir
ferðast um öll lönd og höf. Hann
getur frætt yður um þá liluti meira
en eg og mínir líkar.”
Séra Jón varð hugfanginn af gleði
yfir þvi að fá svona óvænt svo fróð-
an gest. En áður en hann yrti á
hann spuröi hann skipstjóra, hvort
gesturinn kynni ensku.
“Já, hann getur gjört sig skiljan-
legan á ensktt,” sagöi skipstjóri. “En
hann talar latínu eins og hann væri
prestur.”
Þegar séra Jón liafði fengið þessa
ánægjulegu frétt, þá sneri hann sér
að ókunna manninum og talaði til
hans á ágætri latínu. Ilann kvað sér
það óvænta gleði, að eiga von á
heímsókn jafn-göfugs ntanns; og