Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 13

Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 13
CESTUR í RIFÍ 11 lax, kornstengur yxu þar útsæðis- laust og vínvi'öur væri í hverjum skógi. “Undarlegt er þetta,” sagöi Sir Dave. “En mér finst sagan sennileg. Dað er þá meira en uppspuni, aö menn á þessari afskektu eyju við norðurhjara lieims, viti meira en aör- ir,” bætti hann viö, eins og liann tal- aöi við sjálfan sig. Svo gekk hann nokkura stund þögull viö hliö Dor- bjarnar og loks sagði hánn: “En eitt cr mér óskiljanlegt, og þaö er, aö nokkur þjóö skuli láta slikt land ganga úr höndum sér, eftir aö liafa fundið það og eignast.” “Er þaö ekki skiljanlegt?” svaraöi Porbjörn. “Þjóö, sem áður var fræg um mörg ár, var svo skammsýn að gefa sig á vald erlendra konunga, og er nú orðin svo dáölaus og heillum horfin, að hún lætur hvern erlendan skipstjóra stiga á hálsinn á sér. Hér er enginn, sem ber hug í brjósti til frægðarverka.” “Enginn?” spuröi Sir Dave, og leit til Þorbjarnar. “Þér lesið hugsanir mínar,” sagöi Þorbjörn. “Hví skyldi eg svara þessu neitandi ? Hiö ókunna land í haf- inu hefir alla íiiína æfi aldrei horfið mér úr huga, hvorki í vöku né svefni. Hundraö sinnum hefi eg setið út á Öndverðarnesi og staraö út á hafið. Eg hefi séö sólina hníga viö hafsbrún, og þá hugsaði eg: Nú hnígur sólin að baki fjalla á landinu, sem eg er erfingi aö, en get aldrei fundið. Hundrað sinnum hefi eg í draumi staðið á ströndum þess, þar sem eg vissi að Leifur haföi staðið. En hvaö erti hugsanir og draumar ? Eg átti hvorki auð né skip og án þcss kemst enginn yfir hafiö.” “Og hvað mtindirðu segja, ef eg útvegaði þér fé og far yfir hafið?” sagði Sir Dave. Þorbjörn leit undrandi á hann. “Eruö þér að gjöra gys að mér?” “Nei, þaö veit guð,” sagöi Sir Dave; “eg gjöri sjaldan að gamni mér og allra sízt í þessurn efnum. Doð mitt er af heilum hug mælt.” Þorbjörn varð svo klökkttr, að hann gat engu svarað, svo óvart kont honuni þaö, að allir hans draumar skyldu nú rætast. Hann gat ekki annað cn þrýst innilega báðar hend- ur gestsins, og síöan fleygöi hann sér í faðm lians og grét eins og barn. Sir Dave sat tímum sarnan á hljóö- skrafi við Burlington skipstjóra næstu daga á eftir. Stundum gengu þeir meö sjávarströndinni og í öllu þeirra atfcrli mátti sjá þaö, að Sir Dave reyndi aö fá skipstjóra til aö gjöra eitthvað, sem honum var ekki geö- felt. Loksins var svo aö sjá, sem þeir hefðu komið sér saman um citthvaö. Þeir réttu hvor öörum hönd og frá þeirri stund voru allir önnum kafnir á skipintt og var margt nm það rætt hjá landsfólkinu, hverju það rnundi sæta. En skipverjar vortt þögulir eins og gröfin um það, hvaö í ráði væri. Þessi gáta varð þó innan skannns aö nokkru leyti ráöin. Séra Jón var einn morgun vakinn meö þeirri frétt, aö bæöi gestur hans og Þorbjörn væru horfnir og svo hljóðandi bréf var honum aflient frá Sir Dave: “Háttvirti herra! — Þaö hafa orð- ið þeir atburðir, sem neyða mig til að yfirgefa yður fyr en mig varði. Eg mun ætíö minnast þeirrar gestrisni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.