Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 15

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 15
GESTUR 1 RIFI 13 því kom eg til aS reyna aö fá ein- hverjar upplýsingar.” “Fjandans útlendingur!” hrópaSi Þorbjörn. “Þú ert falskur og undir- förull. En hrósaöu ekki happi svona fljótt, Þorbjörn ver eign sína meðan kraftarnir endast.” Og að þeim orð- um mæltum greip liann öxi og reiddi hana yfir höfuð sér og ætlaði að höggva Sir Dave. Hann brá sér und- an högginu á bak við siglutréð og Þorbjörn misti hans. í sama bili kom skipstjóri og nokkr- ir af skipverjum hlaupandi. Þeir vissu ei hvað gjörst hafði, en sáu þenna villimannlega berserk standa með reidda öxi búna til höggs við Sir Dave vopnlausan. Einn skipverjinn reiddi þvi rýting sinn til varnar Sir Dave og hjó aftan í höfuð Þorbirni. Var það högg svo mikið, að Þor- björn féll á þiljurnar og lá sem dauð- ur væri. “Þrælmenni! Hvað hefirðu gjört?” hrópaði Sir Dave og kastaði sér nið- ur við hlið Þorbjarnar og lagöi höf- uð lians á hné sér. • Eitt augabragð opnaði Þorbjörn augun, dró þungt andann, eins og sá er vaknar af föst- um svefni. “Nú er alt á enda! Eíklega bezt aö svo sé. Fyrirgefðu mér. Eg misti vald yfir sjálfum mér. Reistu mig upp, svo eg geti horft fram undan —nei! Eg sé ekkert; það er þoka fyrir augum mér”. Hann hné mátt- vana í faðm Sir Daves, sem ætlaði hann dauðan vera. En alt í einu lauk hann aftur upp augunum, lagði munninn fast að eyra Sir Daves, og með síðasta lífsafli gat hann hvíslað þessum orðum: “Landið þarna fram undan! Landið mitt. Þaö er þín eign. Heyrirðu það ! Þorbjörn gef- ur þér það. Þú ert erfingi minn.” Hetju líkaminn titraði af krampa- dráttum. Höfuðið hné niður. Hann var dáinn. Sir Dave sat um stund. Hugur hans var svo fanginn af þessum at- burð, að hann gætti þess ekki að skipstjóri hafði snúið við skipinu og stefndi heim á leið. Hann spratt upp og hrópaði: “Ertu örvita?” Ætlarðu að snúa við þegar við höfum náð takmarkinu? Landið liggur fram undan oss.” “Hvaða land?” spurði skipstjóri rólegur. “Eg sé ekkert land.” Sir Dave sneri sér við. Þokan ”þung og köld” hafði lokað allri út- sýn. “Þið hljótið að hafa séð land- ið, eins ,og eg og hann, sem nú er lið- inn.” “Skýjaklasa og fljótandi ísfjöll höfum við séð; það getið þér alstað- ar séð,” svaraði skipstjóri. “Þú skalt snúa við! Þú skalt stefna í vestur!” hrópaði Sir Dave hamslaus af bræði. “Þú hefir lofað því og fengið of fjár að laununi. Eg hefi rétt til að krefjast þess!” “Hægur, herra minn!” svaraði skipstjóri. “í hálfan mánuð hefi eg látið eftir vitleysunni í ykkur, og bætt svo við þremur dægrum af frjálsum vilja. Þetta verður nú að enda. Og eg ræö yður til að egna ekki skip- verja um of; þér hafið séð, að þeir kunna aö beita rýtingnum.” Sir Dave lét höfuðið hníga, eins og sá er máttvana beygir sig fyrir afli forlaganna. Og svo settist hann aft- ur í skut, eins og hann vissi ci i þenna heim né annan, og starði í vestur löngu eftir að niðdimm nóttin huldi alla útsýn. Alt í einu hrökk hann upp eins og úr svefni. Hann heyrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.