Syrpa - 01.09.1913, Síða 16

Syrpa - 01.09.1913, Síða 16
14 SYRPA skvamp vi5 skipshliðina. Skipverjar köstuöu líki Þorbjarnar fyrir borö. Sir Dave feldi tár, og sagöi klökkur í hálfum hljóöum: “Þetta varö hlut- skiftiö hans. Hver veit hvort mín bíöur betra.” Eftir litla stund stóö hann upp, rétti úr sér og sagöi viö sjálfan sig: “Nú er eg erfingi hans og eg ætla að reyna aö helga mér arfinn.” Ríkaröur Burlington stýröi nú i austur, og eftir mánaöar útivist og haröa baráttu við ofviðri og ósjó náöi hann Bristol. Þar skildi Sir Dave viö hann. Aldrei þoröi skipstjóri framar aö koma til íslands, þvi hann óttaðist aö íslendingar mundu hefna Þorbjarnar á sér og skipverjum, því þeir mundu telja víst, aö liann heföi verið af dögum ráöinn fyrst hann kæmi ekki með þeim; og hann bjóst eigi við að íslendingar tryðu því aö stríðiö heföi byrjað af völdum Þor- bjarnar. Iieima í Rifi og á Ingjaldshóli var mikið rætt um hvarf Þorbjarnar. En þegar haustið leið og hann kom ekki aftur, gleymdist hann von bráðara. En einn var þó sá, er aldrei gleymdi honum. Það var séra Jón. Dag eftir dag um sumarið gekk hann niður að sjónum og spuröi hvort enska skipið sæist ekki enn. Og í hvert sinn, sem hann gekk heim með sviknar vonir, var hann lotnari í herðum og þyngra í hug en áður. Það var þögult og þungt yfir öllu umhverfis hann löngu vetrarkvöldin. Það er máltæki, aö þaö sé langvarandi dauödagi aö deyja af sorg. En þaö mátti séra Jón reyna. Hann varö fjörgamall öld- ungur, liföi nærri hálfan mannsaldur eftir að saga þessi gerðist. Hann var iifandi, þegar sú Saga barst til íslands, að Christopher Columbus lieföi fundið nýtt land í vesturhöfum. Þaö sk'aut upp gömlum gneistum i huga séra Jóns, er hann heyrði þessi stórtíðindi, og fyrir hugarsjónir hans leið nú voriö, er “Gesturinn frá Rifi” var á heimili hans, og samræö- ur þeirra ryfjuðust nú upp í huga hans. Hann las nú enn kveðjubréfið gamla. En ekki datt honum samt í hug aö setja leyndardómsfullu und- irskriftina, C. C., i sámband við nafn hins fræga landkönnunarmanns, cr nú var á hvers manns vörum um heim allan. Hann gat heldur ei vitaö fremur en aörir, aö norðrið hefði brotið suör- ina braut og aö spænski “Stór Aðmír- állinn” heföi aö eins helgaö sér arf- leifð Þorbjarnar hins íslenzka. Fernando, sonur Chr. Columbusar, hefir ritað æfisögu fööur síns; þar hefir hann upp orð fööur sins sjálfs um Norðurlandaför hans, og sýna þau að í Febrúar 1477 hefir Chr. Columbus komiö til eyjarinnar Thule Jíslands). Suöurodda hennar kvað hann liggja á 73” norður frá miðjarðarlínu, og vestar en Tholo- meus hefir sagt. “Englendingarnir, einkum frá Bristol,” segir Columbus, “sigla þangaö með vörur. Eyja þessi er á stærö við England. Þegar eg kom þar, var þar ísalaus sjór. — Nú er eyjan kölluð Frísland.” Saga þessi er þýdd eftir dönsku smásögusafni, er gefið var út i Min- neapolis 1906. Nokkrir fræöimenn hafa haldið því fram, að Clir. Colum- bus hafi fengið leiöbeiningar hjá ís- lendingum, eftir fornsögunum um fund Vínlands, og hafi þaö létt hon- um leitina er hann fann Vesturheim. Or því efni er smásaga þessi gjörð. Þý3.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.