Syrpa - 01.09.1913, Side 18
16
SYRPA
ekki óhugsandi, aS þú kynnir aö rek-
ast á þær.”
Brodrick ypti öxlum. Hann hafíSi
nú þegar dvaliS viku i Bundúnum
og ekki gjört anna'S en aö fullnægja
skipunum Kristínar á hverjum degi.
Einu sinni í mannmergtS mikilli á
einu helzta stræti borgarinnar haföi
hann komiö auga á stúlku, sem líkt-
ist svo nákvæmlega Lúcíu, aö hann
veitti henni eftirför óraleið, einungis
til þess at5 komast aö því, um leiö og
hún sneri viö og hvarf inn í sauma-
verkstæöi, aö hún bar ekki snefil af
svip eöa líking Lúciu aö neinu leyti.
Vindurinn var hvass og napur á
auöu strætinu, sem hann gekk eftir.
Úr loftinu, kafþykku og gráu, stang-
aöi strjáluin og smáum snjókornum.
I>aö var ekkert spaug þetta fyrir
Kristínu, svona rétt í byrjun hjúskap-
arins, og sömuleiöis heldur ekkert
spaug fyrir Lúcíu.
I>á, alt í einu, kom nokku'ð óvænt
fyrir. Hann sneri þvert viö inn á
næstu krossgötu og sá álengdar koma
á móti sér þær tvær stúlkur, sem hann
sízt allra haföi búist viö aö mæta.
Hann staröi forviöa á þær eitt augna-
blik, nam staöar og hrópaöi upp yfir
sig, svo flýtti hann ferö sinni í áttina
til þeirra; en er þær gáðu að honum
breyttu þær skyndilega stefnu sinni
og fóru ofan næsta þverstræti, aug-
sýnilega í þeim tilgangi aö sneiöa hjá
honum. Brodrick tók eftir því, aö
Dolly tregðaöist viö að víkja úr vegi,
einsog hana langaði til að hann endur-
Jjekti sig, en Lúcía knúöi hana að
sama skapi eins áþreifanlega til aö
fylgja sér. Hann gat ekki að sér gjört
að hlæja út undan, þaö var svo gam-
an að sjá til þeirra.
Svo hljóp hann á eftir þeim og
náöi þeim fljótlega.
“Hví í dauðanum látiö þiö svona
og viljið ekki kannast viö mig?”
spuröi hann. “Þiö sáuö mig vita-
skuld, þaö leyndi sér ekki; má eg
spyrja: hvaö hefi eg unnið til?”
Lúca leit hvössum augum undan
stóra hattbarðimtesínu. Hún var ynd-
islegri nú en nokkru sinni áöur, þaö
duldist Brodrick ekki, er hann leit
snöggvast í hinu mildu og móleitu
augu hennar. Það var hverju orði
sannara, þaö, sem frænka hans haföi
sagt, að hún væri of elskuverð stúlka
til þess að hafa enga aðra samfylgd
en systur hennar litlu. Hann ætlaöi
samt ekki að taka snuprum af átján
ára gamalli stelpu, hversu fögur og
yndisleg sem hún væri.
“Hún kom flatt upp á mig þessi á-
nægjustund, að eg skyldi rekast á
ykkur hér og komast í svona lagaðan
feluleik við ykkur,” sagöi hann og á-
setti sér að þegja yfir því, sem hann
vissi um hagi þeirra og Kristínar
frænku sinnar. “Úr því við höfum
nú fundist, þurfurn viö aö gjöra okk-
ur grein fyrir hvert viö eigurn að
fara.”
“Við ætlum heirn,” sagði Lúcía án
þess aö brosa.
“Viö ætlum til leigubústaðar okk-
ar,” greip Dolly fram í af luigmóði
miklum til aö leiörétta systur sína.
“Til þessarar hryllilegu, loftlausu
smugu.”
Hún leit til systur sinnar snöggv-
ast eins og hana iðraði til hálfs aö
hafa sagt þetta. Lúcía hvesti á
hana augun og veik sér svo að
Brodrick.
“Eg er hrædd um viö verðum að
fara,” sagöi hún með stillilegum