Syrpa - 01.09.1913, Síða 19
KONAN ÓKUNNA
17
kuldasvip, sem fór svo skríiilega
þessu yndislega andliti, er virtist
vera skapa'ö a'ð eins til að brosa nieð
því.
“Eg fer með ykkur,” svaraði hann,
og var ákveSinn í aS brjóta þessa
köldu fálætismúra, sem hún hafði
hlaðið kring um sig; “og þá getum
við ákveðið, hvað við eigum að
gjöra. Eg er laus við málaflutnings-
mennina í dag og hefi alt tóm til að
fara með ykkur til miðdegisverðar.
Sannast að segja, ætti Dolly ekki að
fara með okkur, en þó hún verði með
okkur einu sinni eða tvisvar, gjörir
ekkert til, og svo býst eg við að hún
hafi ánægju af því.”
Dolly faðmaði handlegginn á hon-
um að sér upp á gamlan kunnings-
skap.
“Ó, þú ert indæll I” hrópaði hún
með fögnuði, en Lúcía þagði. “Við
erum svo daufar og fjörlausar; við
liggjum vakandi á næturnar og lang-
ar, langar heim. Við grátum jafnvel
á stundum — að minsta kosti eg,”
bætti hún við og leit til Lúcíu.
I’að höfðu jafnvel, eitt augnablik,
runnið tvær grímur á Lúcíu við hið
þóknanlega tilboð Brodricks. Svo
náði hún á svipstundu valdi á sér aft-
ur og hvesti augun á systur sína, fyr-
ir gáleysi hennar.
“Er faðir ykkar með ykkur hér?”
spurði Brodrick, til þess að koma í
veg fyrir ráðaleysis þögn.
Lúcía hristi höfuðið.
“Nei,” sagði hún í lágum rómi.
“Eg hugsa hann sé kominn heim nú.
Hann—hann hefir verið að heiman
um stundarsakir.”
Brodrick dumpaði stafnum sínum
létt og leikfimlega i hellustéttina.
Hann vildi ekki fyrir neinn mun, að
hún fengi grun um, hve kunnugt hon-
um væri um hagi þeirra.
“Eg heyrði svo sagt í Sladen hér
á dögunum.”
Lúcia leit niður á við; það sló roða
um andlt hennar, sem brygði fyrir
leiftri, svo hvarf hann aftur.
“Má vera, að þú hafir heyrt, að liann
— að hann — er gif-tur í annað sinn?
Hann—hann—það gjörðist á meðan
hann var að heiman.”
Brodrick kinkaði kolli. Snjódrifu-
hnoðri flögti framan í Lúcíu uns
hann settist á augnahár hennar og
hékk þar augnablik. Vindurinn lét
bjartan hárlokk hríslast kring um
kringlótta og mjúka vangann á
henni.
“Við gátum ekki, eins og ástatt
var, haldist við heima,” hélt hún óðar
áfram og lét augun svífa frá gang-
stéttinni í einni svipan að andliti
hans.
“Eg skil. Þér geðjast ekki að
henni ?”
Lúci varð dálítið vandræðaleg.
“Eg þekki hana ekki, og meira að
segja, eg hefi enga ætlun á að
þekkja hana.”
“Hver veit, nema þér kynni að
geðjast að henni?”
“Mætti þér þóknast, að tala annað
en tóma fjarstæðu?” sagði Lúcía og
var mikið niðri fyrir. “Hvernig í
ósköpunum væri mér mögulegt að
geðjst að henni?”
Brodrick skifti um umtalsefni.
“Þú hefir heimsótt skyldfólk þitt í
borginni, þykist eg vita?”
Lúcía roðnaði. Svarta kisa kom
hlaupandi og stiklaði mjúklega á milli
snjókornanna. Dolly slepti taki sinu
á handlegg Brodricks til þess að
kjassa kisu greyið.
2