Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 23
tfóMAN ÓKUNtíA
ir eru hans líkar, og þú hlýtur aS
kannast viö, aö hann ber þig meira
fyrir brjóstinu en nokkuö annaö í
veröldinni?”
Augu Lúcíu fyltust táruni, en mót-
þróinn stimplaði sig enn ákveönar á
vörum hennar.
‘ Hann heföi átt að geta veriö á-
nægöur með okkur. Og þér er ó-
mögulegt — aö minsta kosti lítur þaö
svo út — aö sjá hve hart þetta kemur
niöur á mér.”
"Eg sé þaö mikið vel, aö ástæöur
þinar eru næsta eríiöar,” samsinti
Brodrick, “en þú gjörir þær margfalt
torveldari með afbrýðissemi þinni.”
Lúcía hrökk viö og liorfði móbrún-
um augunum forviða framan í hann.
Hún var óvön slíkum beryrðum.
“Afbrýöissemi ? Lað á ekkert
skylt viö afbýðissemi. Hvernig fer
þú að misskilja mig svo hrapallega?”
Varir hennar titruöu. Hún var að
þvi komin aö bresta í grát. Brodrick
langaði til að faðma hana aö sér og
inna henni samúð sína, en hélt sér til
baka. Hann mátti þaö ekki enn.
Þrátt fyrir það, að hann hafði felt
ástarhug til hennar ávalt siðan er
hann haföi þegið heimboö að föður
hennar, ásamt öðruni vinum hans —
og nú var nærfelt ár liðiö frá því —
var hann þó eigi svo blindáður, aö
hann gæti ekki séð neinn galla í fari
hennar.
"Wt hefir fjölmarga fagra kosti,”
mælti liann og lét nú sætleik blandast
saman viö beiskjuna. “En eg furða
mig allan á því, hve harölynd þú get-
ur verið.”
“Harðlynd!” Lúcíu lá viö and-
köfum.
"llarölynd.” Ófríöa andlitið á
Brodrick leiftraöi af einbeittum al-
21
vörusvip. “Það er eins og þér sé al-
veg sama um það, hve rnikinn sárs-
auka þú bakar fööur þínurn.”
“Hvaða tillit tók' hann til mín?”
“Hefir ekki hver maöur fullan rétt
til þess, að efla sína eigin farsæld?
Hví skyldi hann ekki giftast, ef hon-
um sýndist? Hún er indæl.”
“Hvað veizt þú um það ?”
Augu Lúcíu gátu ekki dulið grun-
semi hennar.
“Mér hefir verið sagt það.” Þau
voru á gangi í listigarðinum. Dolly
hafði hlaupiö á undan þeim og slopp-
iö meÖ fæturna í poll, sem veikur ís
var á. Brodrick nálgaðist Lúciu meir
og tók skyndilega í hönd henni.
“Lofaöu mér þvi, Lúcía, aö þú
skrifir nú.”
Mjóu fingurnir á Lúcíu titruöu
augnablik í hendi hans. Þaö kom
á hana hik, svo hristi hún höfuðið og
hélt áfram, gagntekin af hugarhner-
ingum, sem hún skildi ekki.
“Eg get þaö ekki,” svaraði hún
]>egar i staö. “Mér er þaö með öllu
ómögulegt. Gjörðu svo vel og ka.ll-
aöu á Dolly. Við verðum að fara
til baka.”
Brodrick slepti hönd hennar og gekk
þangað sem Dolly var. Hún horfði
á eftir honum og kom þá margt í
huga hennar, sem barðist um yfirráð-
in—reiði, móðgun, ást. Henni sortn-
aði fyrir sjónum; hún vísaði ástinni
á bug, en gremjan og beiskjan sett-
ust að.
III.
“llt var hér áður en hann kom”, og
Dolly fékk hósta af reyknum, scm
blandaöist saman viö þokuloftið, “en
hálfu verra er það nú, eftir aö hann
er farinnn, Hann er hreint sá bezti