Syrpa - 01.09.1913, Síða 30

Syrpa - 01.09.1913, Síða 30
28 SYRPA inn til sjúklingsins. Um ekkert ann- aö aö gjöra, en að bíöa, bíöa hverja klukkustundina eftir aöra. Langar stundir, sem aldrei virtust ætla aö taka enda. Einn dag, þegar Dolly var úr allri hættu, kom Brodrick. Hann hitti Lúcíu eina sér. Þóttasvipurinn, sem hann mundi eftir, var algjörlega horfinn, en innilegur þýöleiki, sem hann haföi eigi fyrri vitaö að hún ætti til, var nú í öllu viömótinu, og svo var þaö annaö, sem gjöröi hana enn hugljúfari og þaö var hinn ynd- islegi fölvi, sem slegiö hafði á vanga hennar. Hún furöaði sig ekkert á því, aö hann var kominn. Hugsaði, aö faöir sinn heföi sagt honum til þeirra. “Við ætlum að fara heini í næstu viku,’’ sagði hún. “Heim! Ó, eg hlakka svo til, að eg á engin orö yfir þaö.” “Svo eftir alt saman, geöjast þér ekki svo illa að Kristínu?” spuröi Brodrick í grandleysi. Lúcia hleypti brúnum. “Aö Kristínu ?” “Já, konunni hans fööur þíns; en ef til vill ætti eg ekki að----” “Kristín?” tók Lúcia upp aftur, og leit vandræöalega til Bodricks. Nú greip hún það loksins, spratt á fætur og horfði beint framan í Brodrick. “Hvílikur makalaus auli hefi eg getað verið ! Nei þaö er öldungis ó- mögulegt. Hún er ekki þessi and- styggilega stjúpa, sem viö óttuðumst. Hún hefir verið okkur sannur engill. Þetta vissi eg ekki—fyrir slíku haföi mig þó sannarlega ekki dreymt-------” og eitthvað sagöi hún meira, hálf- hlæjandi og hálf-grátandi. “Hið eina sem eg þóttist viss um, var þaö, aö faðir minn byði henni að vera hjá okkur um jólin; og alt af hafa þau bæöi haldið þessu leyndu fyrir mér, þangað til eg var búin aö læra að elska hana fyrir öll gæðin, sem hún liafði sýnt okkur. Dolly hefði áreið- anlega dáiö, ef guð heföi ekki sent okkur hana. Það er eitthvaö þaö í látbragði hennar, sem er ómögulegt annað en að dást að.” Hún gekk yfir aö glugganum, en aö vörmu spori var hún komin aftur og stóö við hlið hans. ‘ Hvernig heldurðu hún hafi kom- izt aö því, hvar við vorum? Var þaö af tómri tilviljun?” Brodrick horföi í hin stóru og mórauðu augu hennar, sem lýstu svo mikilli undrun og ang- urblíöu. "Það var ekki af tómri tilviljun,” sagði hann með hægö og stillingu, og vissi ekki nema liann hefði spilt of mikið fyrir sjálfum sér með þessari fullyrðing. “Hver i ósköpunum gat það hafa verið, sem—?” spurði Lúcia alveg forviða. “Það var eg, sem sagði til ykkar,” sagði Brodrick og var sem liann væri lítið eitt hugsi. “Ekkert vissir þú, hvar við vorum niður komnar.” “Eg fór i humáttina á eftir ykkur forðum þegar við hittumst, og sagöi föður ykkar frá, hvar þið væruð. Það var tillaga Kristínar að komast í kynni við ykkur og ná vináttu ykkar áður en þið vissuð hver hún væri. Eg var ekki hræddur um, að ykkur myndi ekki geðjast að Kristínu, en eg þorði ekki að segja ykkur, að eg væri henni kunnugur. Hún er skyld

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.