Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 34
32
SYRPA
vitrari unguni virðist æ,
vanur þungu starfi.
Eg set hér ofurlitla sögu til aö sýna
guðrækni Tungu-Halls.
Hann var eitt sinn aS lesa húslest-
ur á hvítasunnudag í postillu Jóns
Vídalíns. Þegar hann hafði lokið
viS guSspjall og “exordium” hættir
hann alt í einu og segir: “Ertu nú
langur, grcyiö?” Svo fer hann aS
telja hlööin með hægö. Þegar því
var lokiS, rekur hann upp skellihlátur
og segir: “Og þú ert pokus langur,
greyiS, alveg eins og hann langi
drengur þarna framá rúminu.” Þetta
var nóg til þess, aS öll guSrækni
fólksins fór út um þúfur, þvi flestir
tóku til aS hlæja. Þegar hlátrinum
slotaSi byrjaSi Halli aftur, og gjörSi
hann ekki fleiri útúrdúra í þaS sinn.
Langi drengurinn á rúminu var
smalaniaSur Halls, 17 vetra ungling-
ur, bráSþroska og efnilegur.
Svona atvik komu oftar fyrir, en
sjaldan aS orsakalausu. GuSræknis-
iSja sýndist ekki vera honum eigin-
leg, — en hann fylgdi þó þjóSar-
vcnjunni í þá daga aS lesa húslestr-
ana.
Stundum kom Hallur svo fyrir
augu ókunnugra manna, aS þeir gátu
hugsaS sér aS hann væri ekki meS
öllum mjalla.
Eitt sinn kom til hans ferSalangur
úr fjarlægu héraSi, er falaSi til kaups
fiskæti. Hallur hvorki játaSi né
neitaSi í fyrstu. en fór aS segja hon-
um sögu af hrafni er þar hefSi komiö
“í gær” og dritaö fyrir neöan túniö.
“Eg hélt þetta væri fiskur, maöur
minn, 'sem hann skildi þar eftir, varö
glaöur viS og hljóp af staS.” Seinast
var þetta krumma æfintýri hans orö-
iS svo spennandi, aö manntötriS ætl-
aSi aS springa af hlátri. Þegar þessu
æfintýri var lokiö, víkur hann sér frá
honum og segir um leiö: “Jú, maS-
ur! þú getur fengiö fiskinn! vel-
komiS !”
ÖSru sinni kom til hans bláfátæk
ekkja í sömu erindum. Hann svaraöi
henni engtt, en byrjaSi strax aS segja
henni sögu af kvensnipt nokkurri, er
þar heföi komiS “í gær” og heldur
komist í hann krappan í Hvannadals-
á. “Hvílík undur, heillin !” VarS úr
hrakningi stúlkunnar löng og kýtnileg
saga, svo allir nærstaddir fóru aS
hlæja. Svo vék hann sér aS ekkj-
urtni og mælti: “VelkomiS ! Eg skal
imS hjartans ánægja gefa þér
nokkra sporSa.”
Þetta var alvenja hans. Sögur
voru alt af til reiöu, hvernig sem á
stóS. ÞaS var eölisfar hans, aö vekja
hlátur og gleöi hvarvetna.
Á dögum Tungu-Halls stóö álfa-
trúin á ísland enn þá í blóma sínum
og lítil dauöamörk á henni sýnileg.
ÞaS var ekki fyr en löngu eftir hans
daga aS henni fór eitthvaö aö hnigna
smátt og smátt; enda voru þá ekki
gjöröar neinar árásir gegn henni.
Halli var aö því leyti ólíkur sam-
tíS sinni, aö hann var andstæSur
allri hjátrú og hindurvitnum. Lenti
oft í haröar deilur milli hans og ann-
ara, er héldu viö þá trú, aö huldar
verur likamlegar væri til og byggju
meSal vor mannanna. Halli þvertók
fyrir alt þessháttar og kvaö þaö alls-
endis ómögulegt aS svo væri. Slíkar
mannverur gæti eigi veriö til og hefSi
aldrei veriS annaS en missýni og
hugarburöur. Lenti hann þá oft út