Syrpa - 01.09.1913, Síða 36

Syrpa - 01.09.1913, Síða 36
34 SYRPA Búfé og smalar voru þær einu verur lifandi, er hér áttu leiöir um, ásamt fuglum himins. Og þessi kynjalýöur, er hann sá þarna niður viö ána, stefndi fram til öræfa — fram í regin fjöll, þar sem dauöinn og Drangajökull eiga saman eilíft ríki. Stefnan var þverstrik frá leiöum fjöldans. Voru iþetta menn? I>að fanst honum vera alls endis ómögulegt, enda þótt svo sýndist vera. Máske voru það jarðbundnir andar? — Ja, ekki var það sennilegra, því hvernig áttu slíkar verur að gjöra sig sýnilegar mönn- um, sem ekki meira efnislegt höfðu í sér fólgið en stormurinn? Jæja, fyrst það voru nú hvorki mennskir menn né jarðfjötraöir and- ar, hvað gat það þá verið? Huldu- fólk? Já, auðvitað ! ekkert annað. — Honum fanst sem sér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds við þá hugsun. Hann hafði svarið það við himin, jörð og helvíti, að slikar verur gæti alls ekki verið til, af því þær voru ekki dags daglega aö slæpast á vegum hans og annara; — og af því hann sá þær ekki sjálfur; — og af þvi, að í þess háttar fræði og frá- sögnum gat enginn verið trúverðug- ur nema hann cinn. Margir höfðu sagt honum, að þess- ar huldu verur væri grimmar og hefnigjarnar, væri þeim misboðið á einhvern hátt. í þessu sem öðru voru þær svo undur ólíkar mönnun- um, er alt af höfðu sáttfýsi og fyrir- gefning á reiðum höndum! En það gat ekki verið stór sök, þótt hann neit- aði tilveru þeirra, — og gæfi það stöku sinnum fjandanum—af því hann sá það ekki sjálfur. Hann sá nú, að ekki var til neins að glápa á þetta lengur, að minsta kosti ekki úr svona mikilli fjarlægð. Hann varð að komast fyrir það sanna, hvað sem það kostaði. Hann breytti því stefnunni í snatri, og hélt skáhalt undan brekkunni og fór mik- inn, unz hann var kominn á hliö við hópinn, í á að gizka 20 faðma fjar- lægð. Þá sá hann hvers kyns þetta var. k>aö var sem sé líkfylgd, og alt sam- an al-ókunnugt fólk. (Niðurlag í næsta liefti) Hinn rétti Robinson Cruso. “Robinson Cruso" var skáldsmíð, en höfundur bókarinnar bygöi sögu sína að nokkru á sönnum sögnum um æfintýri skozks sjómanns, er Alex- ander Selkirk hét og var uppi kring- um aklamótin 1700. Háseti þessi sýndi skipstjóra mót- þróa og var skilinn eftir á eyju einni, Juan Femandez, ekki langt frá Chili- ströndum, árið 1704- Ekki var hon- um fengið annað en byssa hans og skotfæri og örfáir aðrir munir. í fjögur ár dvaldi hann á eyju þessari; lifði hann á því er hann veiddi, og gerði sér föt úr geitaskinnum. Eftir að honum var bjargað, varð liann deild- arstjóri í brezka hernum. Defoe taldi eyju þá, er “Robinson Cruso” dvaldi á, undan ströndum Suð- ur-Ameríku að austan, í hitabeltinu. og jók sögu Selkirks mjög. fbúar Juan Fernandez eyjunnar virðast þó halda, að Robinson Cruso liafi dval- ið þar og sýna ferðamönnu hellir Crusoes, Crusoes strönd, þar sem flekann l;ar að landi og Crusoe-hæð, þaðan sem Cruso fyrst sá mannæt- urnar.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.