Syrpa - 01.09.1913, Side 38

Syrpa - 01.09.1913, Side 38
36 SYRPA vanir vorit hvalaveiöum, og liaföi þeim vcriö fengin hin nauösynlegu veiöitæki. Skipinu gekk feröin vel til Spitsbergen, og 12. Júlí 1611 tókst Mariu Margaret að veiöa lítinn hval, er gaf af sér 12 ton af lýsi; þetta var fyrsti hvalurinn, er veiddur haföi ver- iö við Spitsbergen. Pegar þeir siöar um sumarið, er þeir voru að rost- ungaveiði í Farvel-sundinu, festist skipið í ís, er bar þaö til lands og braut það í spón; var nú skipshöfnin i miklum háska stödd, meö því Eliza- beth var komin á leið heim, er slysiö vildi til; voru bátarnir siöasta bjarg- ráö skipverja og sigldu þeir á þeim 30—40 sjómílur suður eftir. 'l'veir af bátunum, sem samferða tirðu frá Hornsundi, voru svo hepnir aö rekast á skip frá Hull er af tilviljun einni var þar á sveimi, og fengu það til þess að fara eftir nokkru af hleðslu strandaða skipsins, er var utn 1,500 pd. sterling virði eða 27,000 kr.. Hin- ir bátarnir komust alla leið suðtir undir Bjarnareyjar og rákust þar á Elizabeth, cr var þá albúin til heitn- ferðar. Elizabeth varð nú að snúa við og halda til Spitzbergen aftur, til þess hvorttveggja að bjarga skips- höfn strandaða skipsins og svo farmi. Hepnaðist þetta alt ágætlega, og all- ir komust heilu og höldnu til Hull í Septembermánuði. Þetta var í fyrsta skifti að hvalir voru veiddir við Spitsbergen og fyrstu hvalaveiðamenn er rússneska félagið hafði gert út á sinn kostnað, og jafnframt var þetta byrjunin að hinni blómlegu hvalaveiði viö Spits- bergen, er stóð yfir á 3. öld, og end- aöi með því að norðuríshafs- eða Grænlands-hvalnum var nálega gjör- eytt kringum Spitsbergen og hafinu milli Grænlands og Spitsbergeneyj- anna. Nú, þótt norðurhöfin væri ákaflega hvalaauðug og þar af leiðandi fengin bezta trygging fyrir stórkostlegri verzlun og atvinnu, sýndu Englend- ingar lítinn áhuga með að færa sér það í nyt, fyr en þeir þurftu aö fara að keppa við aðrar þjóðir, og næsta ár voru þannig einungis send tvö skip frá Hull, en aftur höföu Hollending- ar sent 2 skip og Spánverjar þriðju tvö skipin til hvalaveiða. Hvoru- tveggju Spánverjar og Hollendingar höfðu leiðsögumenn, er áður höfðu verið í þjónustu Rússneska félagsins; þegar Englendingar urðu varir viö þessa samkepni, bönnuðu þeir öllum þjóðum hvalaveiðar við Spitsbergen, er þeir skoðuðu nú sem sína eign; urðu hinir að hverfa frá, og ensku leiðsögumennirnir vou hneptir í fang- elsi, er þeir komu aftur til Englands. Hvalveiöaskip Englendinga höfðu veitt vel, 17 hvali og fáeina rostunga, er gáfu af sér 180 ton af lýsi og þar að auki hin afar dýrmætu hvalskíði. Eigi tókst þó Englendingum meö banni sínu að kontá í veg fyrir aö aðrar þjóðir leituðu á þessar veiði- auðgu hvalastöðvar, því bæði Hol- lendingar og Spánverjar gerðu út skip til Spitsbergen, cn Englendingar létu herskip fylgja skipum sínurn til frekari áherzlu með banninu, og tóku jafnvel nokkur skip af Hollendingum Og gerðu afla upptækau; gramdist Hollendingum þetta, sem von var, og ári síöar sendu þeir 14 skip til hval- fanga og með þeint 4 herskip með 30 fallbyssum þeim til verndar; þoröu Englcndingar þá eigi að ráða á þá, en út úr þessu spanst hið mesta þref og ágreiningur. Það leið heldur ekki á

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.