Syrpa - 01.09.1913, Síða 51

Syrpa - 01.09.1913, Síða 51
ÚR DULARHEIMI festist ekki eins vel í minni, sem sýnin sjálf. Samt minnir mig, aö hann héti Magnús og ætti heima í Stranda- sýslu noröanveröri, annaö hvort á Selströndinni eöa viö Bjarnarfjörð; nánara get eg ekki til tekið. Maður þessi hafði það fram yfir flesta menn aöra, að hann var “ram- skygn” — sá í jörð og á, sem kallað er. Að öðru leyti var hann álitinn merkur og sannorður maður og vel viti borinn. Sögu hans var því al- ment trúað. Þegar þetta bar fyrir hann, var hann á ferð yfir Bjarnarfjarðarháls og ætlaði að vera við kirkju að Kaldrananesi á páskadaginn. Þetta var mjög árla, svo hann var kominn yfir fjallið í sólarupprás. Hláka haföi gengið fyrirfarandi daga, svo autt var í bygðinni og nokkur vöxtur í fjallavötnum. Hann gekk niöur með svo nefndri Urriðaá, er kemur úr samnefndum vötnum á hálsinum austarlega. Kaldrananeskirkja stendur nú út undir yztu töngum sunnan megin Bjarnarfjarðar. En það er sögn, að hún hafi áður staðið framar með firðinum eða nálega inn undir fjarð- arbotni, og kvað enn sjást til vegs- ummerkja að svo hafi veriö. Hefir kirkja sú að líldndum verið færð á þeim tíma, er katólskan réði ríkjum á íslandi. Það er sagt, að ljóstýra hafi verið orsök færslunnar, en sú hjátrúar- og hindurvitna-öld haföi miklar mætur á öllum slíkum fyrir- brigðum. Magnús var nálega kominn niður fyrir allan bratta, er liann sá, að utan með firöinum,—og eftir venju- legri almanna lcið — kemur feikna 49 fólks-skari, svo skifta myndi þús- undum. Fyrst í stað var sem honum rynni kalt vatn milli skinns og hör- unds, því hann skildi sízt í, hvað þetta gæti verið. En hann áttaði sig von bráðar, cr hann sá að annar flokkur kom út með firðinum frá hinum forna kirkjustað. Sá hópur- inn virtist honum öllu fjölmennari. Af því hann rendi grun í hvað vera myndi, réði hann það af að stanza og sjá hvað gerðist er flokkarnir mætt- ust. Hann var allskamt frá og sá því gerla hvað gerðist. Fremst í hverjum flokki sá hann fara karlmenn fullvaxna. Þar næst géngu fulltíða konur. Næst fóru ung- menni á ýmsum aldri, en aftastur var barnaskarinn. Þetta leið svo áfrarn ofur hægt og hljóðlega. Ekkert fótatak heyrðist, er það fór fram hjá, og ekki hljóð í nokkurri mynd. Sú fyklingin, er að framan kom, varð fyrri að ánni og þar nam hún staðar. Hipln hópurinn gjörði hiö sama, þegar hann kom. Áin varð eins og skilveggur milli þessara dán- arheims þjóða, eins og þeim væri ekki mögulegt að ná saman vegna hennar. Nokkra stund stóðu báðir flokkarnir á árbökkunum. En hvort þeir töluöust nokkuð við, vissi hann ekki, því að órjúfanleg dauöaþögn virtist hvíla yfir þessum mikla skara. En hafi svo verið, hafi þeir mælst við, sém reyndar er ekki ólíklegt, þá hafa ek'ki hin líkamlegu skilningar- vit lians getað gripið málhljóm þess- ara eilífðarbúa. Loks sneru flokkarnýr aftur tíl sinna köldu og þögulu bústaða, en þó meö þeirri breytingu, að barna- 4

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.