Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 54
PÁLL LITLI.
Eftir VICTOR HUGO.
Hann niisti móöur sína um leiö
og hann kom í heiminn. Og faðir
hans var á bezta aldri og gifti sig
aftur. Páll var þá ársgamall, og
þaö er fullsnemt að koma til ókunn-
ugra. En þá var þar gamall maöur,
sem tók hann til sín, — afi hans ;
hann gekk drengnum í móöur stað.
Barniö verður aö finna einhvern
þegar þaö ré-tir út litlu hendurnar.
Og þetta barn var veikburða. En
fóstran var hraust ; það var fráeyg
geit, sem klifraði þar í fjallshlíðinni.
Stóri garðurinn fyrir framan húsið
lians afa, var heimili litla drengsins.
Þar voru grænir grasfletir, skógar-
runnar og heilnæmt andrúmsloft.
Þar fór vel um barnið á vorin og
sumrin. Og þar fann það vini,
nefnilega blómin. Þau eru ekki
öfundsjúk.
í garðinum uxu blómur og ferskj-
ur ; þar voru líka viltir rósarunnar,
— en það var verið að höggva þá
burtu. Milli álmtrjánna glitraði í
gáróttan vatnsflöt og ástarsöngvar
heyrðust úr fuglalireiðrunum. Al-
staöar heyrðist kvak og hvísl. En
allar raddirnar voru mjúkar og
mildar. Niöri á jörðinni er á hverju
vori verið að stama á ný, á ljós-
söng þeim, sem ómaði í aldingarö-
inum Eden forðum. Þarna var
drengurinn elskaður, og það varð
að vana fyrir honum.
Þarna gekk hann líka fyrstu
sporin. Ef steinmoli varð fyrir
honum á gangtröðinni, þá datl
hann, og hann datt líka ef hola var
á vegi hans, en hann var jafn glað-
ur fyrir því. Því afi var alt af á
hælunum á honum, tók hann upp
og setti hann á réttan kjöl. Og
drengurinn hló. Enginn getur til
hlítar lýst yndislegum barnshlátri,
fremur en hægt er að mála sólskin
í skógi.
Andlitið á honum afa var svo
alvarlegt, að vel hefði mátt hafa
það í biblíumyndum. En hann gat
ekki að því gert, að hafa eftirlæti á
barninu. Afi bar lotningu fyrir
bernskunni, hann leitaöi ráöa hjá
henni, hann hafði hana í hávegum.
Hann veitti nákvæma athygli ilag-
renningunni í þessari litlu sál.
Hvernig hugsunin brauzt um og
orðin klifuðu hærra og hærra, þang-
að til þau gátu flogið. Gamla hús-
ið, sem þeir bjuggu í, var frá sér
numið yfir því að heyra aftur til
barnsraddar, tréin líka; og þau töl-
uðu um það sín á milli.
Páll litli var einvaldur yfir afa
sínum. Hann hafði þaö vald yfir
honum, er þeir hafa vfir oss, sem
glaðir eru. Afi var þræll drengsins.
Bíddu, afi ! Og afi beið eftir honum.
— Nei, komdu nú ! Og afi kom.
En hvað þeim leið vel saman, litla
harðstjóranum og gamla þrælnum
undirokaða! Annar þriggja ára,