Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 58

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 58
56 SYRPA eítir anna8, þanga'ð til hann var orð- inn dauðþreyttur; en íiaskan hoppaöi eins og leikhnöttur á gólfinu og sak- aði ekki. “Þetta er undarleg flaska,” sagði Kífi, “því að ekki er öðru líkara en hún sé úr gleri.” "llún er áreiðanlega úr gleri,” sagöi maðurinn og varpa'ði mæðulega öndinni, “en glerið er hert í óslökkv- anda eldi, og það er illur andi í flösk- únni. Það er skugginn, sem þú sér hreyfast inni i henni, ímynda eg mér. Sá, sem eignast flöskuna, hefir Kölska á valdi sínu og getur látið hann gera hvað sem hann vill, upp- fylla allar óskir sínar. Hann getur unnið sér á þann hátt ástir, frægð og auðæfi; hann getur eignast hús, sem cr eins skrautlegt og þetta hús, og jafnvcl hcila borg eins og San Franc- isco. Óðar en hann ber óskina fram, er hún uppfylt. Napóleon Bónaparte átti þessa flösku, og með tilstyrk hennar vann hann undir sig heiminn; en svo seldi hann flöskuna, og þá var hann yfirunninn. Cook kafteinn átti hana og þvi fann hann svo margar eyjar; en hann seldi hana, og svo var hann drepinn í Haíey. Þegar eig- andinn er búinn að selja flöskuna, þá hverfur honum öll heill og yfir hann kemur ógæfa og hörmungar, nema hann sé ánægður með hlutskifti sitt.” “Og sarnt ert þú að tala um a'ö selja hana,” sagði Kífi. “En eg hefi alt sem eg óska og þarfnast; og nú er eg kominn á gam- als aldur,” svaraði maðurinn. “En eitt cr það, sem flöskupúkinn ekki megnar: Hann getur ekki lengt líí- iö. Þaö væri líka illa gert af mér, að leyna þig því, að flösku þessari fylg- ir sú náttúra, að hver sá, sem deyr áour en hann getur selt hana, er orð- inn eign Kölska og ofurseldur eilífri glötun.” "Það er ljótur galli á geðugu þingi og svo augljós, að eigi verður á því vilst,” sagði Kífi; “ og aldrei kernur hún í mína eign, ef eg ntá ráða. Svo er guði fyrir að þakka, að eg kemst af án þess að eiga hús, en hitt verður ekki aftur tekið, ef Kölski fengi tang- arhald á mér.” “Guð sé oss næstur ! þú mátt ekki ætla, að það sé óhjákvæmilegt,” sagði húseigandinn. “Þú þarft að eins að nota þér kyngikraft hins illa vel og hæfilega og selja síðan flöskuna, eins og eg ætla að gcra, og svo getur þú notið lífsins glaður og ánægður í elli þinni.” “Ójá; rétt er það,” mælti Kífi; “en eg hefi tekið eftir tvennu, sem mér þykir grunsamt: Þú stynur sífelt og andvarpar, eins og ástsjúk ungmær, og selur þessa flösku afar-Iágu veröi.” “Eg er búinn að segja þér, hvers vegna eg er svo dapur í bragði,” sagði maðurinn ; “það er vegna þess, að eg er hræddur um, að eg fari nú bráðum að missa heilsuna og deyja, og lendi svo í verri staðnum, eins og þú varst að tala um áðan; og það er ekkert skemtilegt að hugsa til þess, fyrir hvern sem er. Þér finst flask- an furðu ódýr, en þa'ð á rót sína a'ð rekja til eiginleika hennar, sem eg þarf líka að skýra þér frá. Þegar Kölski sendi flöskuna fyrst í heiminn fyrir mörgum öldum, var hún afar- dýr. Fyrstur keypti hana Jón galdra- meistari og gaf fyrir hana ntargar miljónir dollara. En síðan hcfir hún lækkað mjög í verði, því að jafnan vcrður liver að selja hana lægra verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.