Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 59

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 59
FLÖSKUPÚKINN 57 en hann keypti íiana, cila kemur hún aftur til hans sjálfkrafa, og er sú or- sök þess, aö eg býð hana fyrir svo lágt verö. “Sjálfur keypti eg. hana af ríkum manni hérna í borginni og gaf fyrir hana níutíu dollara. Eg gœti selt hana aftur fyrir áttatíu og níu doll- ara og níutíu og níu cents, en alls ekki meira, því aö þá kæmi hún óö- ara til mín aftur. En þaö eru tveir annmarkar á sölunni: Fyrst er þaö, aö allir halda aö maöur sé aö gera aö gamni sínu, þegar hann hýöur svona merkilega flösku fyrir tæpa níutíu dollara, og i ööru lagi — en þaö stcndur annars ekki á neinu— og eg þarf ekki aö fara út í þá sáima frekar. En þú veröur aö muna eftir því, þcgar þú selur flöskuna, að and- virðið veröur aö greiða í glerhörðum peningum.” “Hverjar sannanir liefi eg fyrir því, aö þetta sé sannleikur ?” spurði Kífi. “ “Þú getur nú þegar reynt það sjálfur, að sumt af því er sannleik- lcikur,” svaraði maðurinn. “Þú þarft ekki annað en fá mér þessa fimtíu dollara, sem þú hefir, og taka svo viö flöskunni og óska þér aö peningarnir hverfi aftur í vasa þinn. Bregðist þér ósk þín, legg eg við drengskap minn að greiða þér fé þitt aftur, og skulu þá kaupin ógild.” “Ætlarðu þá elcki aö svíkja mig.” spurði Kífi; en maðurinn sór og sárt við lagði, aö hann skyldi efna orð sín. “Eg ætla þá að hætta á það,” sagði Kífi, “því að það getur þó ekki gert neitt til.” • Síöan greiddi hann mann- inum féð og tók við flöskunni af hon- um og mælti: “Flöskuandi, eg vil að þessir fimtiu dollarar hverfi til mín aftur.” Óöara en hann var búinn aö slcppa síðasta orðinu, voru peningarnir aft- ur koninir í vasa hans. “Þetta er svei mér kyndug flaska,” sagði Kífi. ‘Já, og vertu nú blessaður og sæll, og Kölski eigi þig í minn staö,” sagöi maðurinn. “Bíddu, lagsi; eg kæri mig ekki um mcira af svo góðu; hérna er flaskan þin,” sagði Kífi, og ætlaði að fá manninum flöskuna aftur. “Þú ert búinn að kaupa hana lægra verði, en eg gaf fyrir hana,” sagði maðurinn og neri saman höndunum; “og nú er hún þín eign, og eg verð þcirri stundu fegnastur, er þú fer úr mínum húsum.” Síðan hringdi hann á þjón sinn og lét hann vísa Kífa á dyr. Þegar Kífi var kominn út á göt- una meö flöskuna undir hendinni, fór hann fyrst að hugsa alvarlega um máliö. ‘ Ef þaö cr alt saman satt, sem mað- urinn sagöi mér uin flöskuna", hugs- aöi hann, “þá hefi eg ekki gert neitt kaup; en vel getur það verið, að hann hafi logiö að mér.” Fyrst byrjaöi hann á því, aö telja pcningana, og það stóð alveg heima; það voru sömu peningarnir, sem hann hafði farið með frá skipinu og borg- aö meö flöskuna, fjörutíu og níu amerískir dollarar og einn dollar ffá Chili. “F.g held að þetta hljóti að vera satt,” hugsaði Kífi; “eg verð nú hcld eg að reyna fleira.” Göturnar í þeim hluta borgarinnar þar sem Kífi var staddur, voru hrcin- ar og fágaðar eins og nýþvegið fjala- gólf, og þó að þetta væri einmitt um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.