Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 63

Syrpa - 01.09.1913, Blaðsíða 63
FLÖSKUPÚKINN 61 Ferðin gekk ágætlega, og Kífi gá$i þess vel, aö óska sér einskis þess, er flöskupúkinn gæti veitt honum. Þegar þeir koma heim aftur, finna þeir húsasmiöinn að máli, og segir hann þeim aö húsið sé þá fullgjört. Þá taka þeir sér far og sigla til Kóna, til þess aö skoða húsiö og vita hvort það sé nú eins og Kífi hafði hugsað sér að það ætti aö vera. Húsiö stóö í fjallshlíð, skamt frá sjó og var þaðan útsýni gott yfir hafið. Ofar í hlíðinni var skógur mikill og hár, svo aö uppi nam við skýin; en neðan við húsið, undir fjallsrótum, var bert hraun með há- um klettum og hamrabeltum, og voru þar legstaðir gömlu konunganna á Hafey. Garður var umhverfis lntsið, með allavega litum blómum. Á eina hlið var aldingarður með hnotberja- trjárn, og á aðra með brauðaldina- trjám. En frarn undan húsinu var reist upp siglutré með blaktandi fána. Húsið var þrílyft og herbergin öll stór og rúmgóð, og mátti frá hvcrju herbergi ganga fram á breiðar vegg- svalir. Glerið í gluggunum var gagnsætt eins og lindarvatn, og skært eins og heiðríkur sumardagur. Alls- konar skrautlegir húsmunir voru í hverju herbergi, og málvcrk á veggj- unum í gyltum umgjörðum. Þar voru myndir af skipum, og aörar af fólkvígum, fegurstu yngismeyjum og allskonar undur fögrum landshlutum; og hvergi í víðri veröld hafa sézt svo fögur málverk, sem þarna voru i höll- inni hans Kífa. Allir skrautmunirir voru lika óvið- jafnanlegir. Þor voru klukkur, sem slógu þar voru spiladósir og brúður er kinkuðu kollinum; þar voru dýrindis vopn frá öllum löndum; og loks voru þar ýmiskonar leikspil, sem gerð voru af hinu mesta luigviti og voru vel til þess fallin, að vera einsetumanni skemtileg dægradvöl. Veggsvalirnar voru svo breiðar, að þar var nóg rúm fyrir alla íbúa heils þorps. Það var alveg eins og gert væi ráð fyrir því, að engurn dytti í hug að búa í herbergjunum inni í húsinu sjálfu, heldur hafa þau aðeins til þess að ganga um þau og dást að þeirn. Kífi vissi ekki, hvort heldur hann átti að kjósa sér til íbúðar for- salina á bakhlið hússins, þarsem hann naut fjallagolunnar og hafði útsýni yfir blómin og aldintrén í garðinum, eða svalirnar á framhliðinni, þar sem hafrænan andaði svalandi og hress- andi og þar sem hann gat horft niður eftir fjallshlíðinni og út á sjóinn, þar sem skipin voru sifelt á ferðinni. Þegar Kifi og Lópaka voru búnir að rannsaka alla höllina, tóku þeir sér loks sæti í forsalnum. “Jœja, er það ekki alt eins og þú hafðir óskað þér?” sagði Lópaka. “Jú, cg get ekki lýst þvi með orð- um,” svaraði Ivífi. “Það er enn full- komnara, en eg hafði getað gert mér í hugarlund, og eg er alveg utan við mig af ánægju.” “Já,” sagði Lópaka, “en það er að- eins eins að gæta í þessu tilliti: Þetta hefði nú raunar alt getað átt sér stað á eðlilegan hátt, án þess að flöskupúkinn hefði nokkuð verið við það riðinn. Ef eg keypti nú flöskuna og fengi svo ekkert skipið eftir alt saman, þá væri eg illa svikinn. Auð- vitað er eg búinn að lofa þér að kaupa flöskuna, og hefi lagt við drengskap minn, en samt vona eg, að þú neitir mér ekki um að gjöra cina tilraun enn.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.