Syrpa - 01.09.1913, Page 66
64
SYRPA
ugt um menn og konur, sem í liá-
vegum er haft af lýðnum, er hafa
svo svartan blett á lífi sínu, að eitt
kæruleysisorð af hans vörum væri
þeim bráð eyðilegging.
Læknar þurfa líka aö vera þög-
ulir. Margir sjúklingar þeirra n-ega
til að segja þeini frá þeim hlutum,
er þeir eigi mundu segja nokkurri
annarri lifandi sálu. En þeim er
það óhætt. Yröi þaö sannaö á lækni,
að hann hefði gefið slíkar upplýs-
ingar um sjúkling, sem til hans
hefði leitaö, væri hann samstundis
sviftur læknisrétti, ogenginn mundi
til hans leita eftir það.
Minni kaþólska prestsins má
segja um, að sé bara eitt safnhús
af lcyndarmálum. Hann er hátíð-
lega skyldur til, aklrei aö segja eitt
orð af því, sem fyrir honum er skrift-
að, jafnvel þó til hans væri komið
af lögregluvaldinu, til að bera vitni
fyrir dómstólum landsins. En það
sem honum er sagt þess utan, er
honum jafn frjálst að segja (rá og
öðru fólki. Til aö skýra þetta bet-
ur skal hér sögð sönn saga, sem
fram fór á írlandi fyrir mörgum ár-
um síðan.
Bóndi nokkur myrti bróður pres<s-
ins, en varð ekki uppvís aö morðinu.
Bóndinn var kaþólskur og fór og
skriftaöi fyrir prestinum, og að
sjálfsögðu sagöi honum frá aö hann
hefði drýgt þenna glaep. Svo liðu
nokkur ár. Dag einn var prestur
á gangi út á landsbygð, ekki all-
langt frá kirkjusókn sinni, þá vill
svo til að bóndinn keyrir þar fram á
hann, og býður honum að setjtist
upp í hjá sér, og þáöi prestur það.
Þegar þeir koma að sléttu einni,
bendir bóndinn þangað og segir :
,,Þarna var það, sem eg drap
bróður þinn“.
Þeir héldu svo leiðar sinnar til
bæjarins. Presturinn fór beint til
lögreglustöðvanna og sagði til
bóndans. Honum var sagt þetta
utan ,,skrifta“, og því frjálst að
segja frá. Hefði morðinginn mun-
að eftir því, hefði glæpur hans
aldrei vitnast. Nú vatð hann að
láta lífið vegna ótiðgætni sinnar.
Hann var sekur fundinnog hengdur.
Úr gömlu bréfi.
Bréfkafli sá, sem hér cr prentaður cr skrifaður í Fort Douglas á Rauðárbökk-
um, 28. desember 1817 oj< er frá einum af umboðsmönnum Sclkirks lávarðar, til
lávarðarins.
„Fljót öll lajjði mikið fyr, en vanalegaá sér stað. I haust varð ej< að skiljaeftir
bátana 16. október, spölkoru ofan við Hvítuflúðir, r.álæjjt lnmdrað mílum ncðan við
Jack River. Bátar félagsins (Hudsons flóa félagsíns) frusu inni þann sama dag við
Knee Lake, um 12 eða 15 mílur neðan við Oxford House, eru menn þess að aka
tóbaki þaðan í allar áttir: til Álftafijóts, Cumberlandhúss, Braudonhúss og Rauðár,
er það kostnaðarsöm og örðug vinna. Eg flutti sjö grísi í bátuum og 1,om eg þeim
meö miklum erviðismunum lifandi til Jack River, því að að cins nauðsynlegustu vistir
voru í bátnum. Þaó er all-örðugt aó flytja þau á hundaslcðum; urðum við aö vefja
þau í brekáuum og vísundaliúðum svo þau kæli ekki, biuda þau svo á sleðana og
mýla eða binda liundana um nætur. Eg held þau séu nú í góðu ásigkomulagi, tel
eg þau sérlega verðmætan flutning". — B. J.
Prentsmiðja Ólafs S. Thorgeirssonar, 678 Sherbrooke St,, Winnipcg.