Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 4
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. svo dauflegan á svipinn. Augun voru svört og brýrnar loðnar og Iágu augun innarlega; sindraði stundum í þeim eins og ■ tinnu, en það vildi aldrei til, nema þegar hann var al- einn, eða vissi að enginn tók eftir því. Eitt kvöld í nóvembermánuði lá Pepe á verði og svaf eins og harin var vanur. Kom þá einn af félögum hans og ruggaði honum á fætur, og sagði honum, að varðliðsforinginn vildi finna hann. Pepe brást illa við, og þótti þetta óþarfa firrur, en var þó hálfforvitinn að vita hvað til stæði, og rölti því af stað. Pegar hann kom inn til foringjans, sat hann þar niðursokkinn í djúpar hugsanir. Líka sá hann samanbrotinn pappírsmiða liggja á gólfinu rétt fram við dyrnar, og var auðséð á miðanum að hann hafði legið í vasa. Hann langaði til að ná tökum á miða þessum, og slangraðist því, eins og hann væri úrvinda af svefni, lítið eitt til hliðar, og setti fótinn ofan á miðann. Foringinn heyrði þruskið, og sner- sit nú að Pepe. «Hér er eg kominn, herra foringi,« sagði Pepe, tók ofan hattinn og hneigði sig með lotningu fyrir Don Lúkasi. •.Pað er gott,-Pepe,-< svaraði foringinn góð- látlega, og var enn háifgert úti á þekju. »Pað er hart í ári núna, finst þér það ekki?« »Eg hefi heyrt svo sagt.« Don Lúkas hló. «Já, það er alveg rétt; en harðindin snerta þig nú reyndar ekki nema til hálfs, því að þú sefur bæði nólt og dag.« «Mann sker þá ekki innan að minsta kosti á meðan maður sefur,« svaraði Pepe og geisp- aði langan, »og svo dreymir nrig að stjórnin sé að borga mér kaupið mitt.« «Jæja, þú átt þá ekki hjá henni nema eitthvað á daginn; en það var nú ekki það, sem eg ætlaði að tala um; eg ætla að gera þig að trúnaðarmanni mínum í kvöld.« Strandvörðurinn varð hissa og leit upp. »Pað ganga æðimiklar sögur af því, að þú sért heldur svefnugur, og það svo, að það gæti dottið í stjórnina að setja þig af einn góðan veðurdag,» hélt foringinn áfram hlæjandi. «Og það gæti orðið rækalls óþægilegt fyrir þig að verða atvinnulaus.» «Og skelfing, herra foringi,» svaraði Pepe og virtist ekki taka þetta mjög nærri sér, »en þótt eg hafi atvinnu núna, sé eg ekki fram á annað, en eg sálist úr sulti; eg veit því alls ekki, hvað úr því yrði, ef eg yrði settur af.« «En til þess að ekki reki að þessum óynd- isúrræðum, þá hefi eg ætlað þér mikilsvarðandi trúnaðarstarf, og það er að vaka f Ensenadavík fyrir mig í nótt.« Strandvörðurinn hrökk upp eins og af blundi, opnaði augun nærri því upp á gátt, og Ieit á Don Lúkas. «Pú ert forviða — er ekki svo?» »Og ekki vitund,« svaraði Pepe stillilega. Formaður hans hálfhrökk við. «Pví þá — ekki?« sagði hann. »Senjor Don Lúkas Despíertó er kunnur að skyldurækni og skarpskygni. Hann getur sér að meinalausu sett ónýtustu mennina á vanda- sömustu staðina,« svaraði strandvörðurinn smjaðrandi, »án þess að bíða halla af. Eg er því ekki hissa, þó að staðurinn sé úthlutaður mér. — Eg bíð auðmjúklega eftir fyrirskipunum yðar.» Meðan Pepe var að segja þetta, mistihann vindilinn sinn ofan á gólfið. Hann beygði sig niður og tók vindilinn upp, og pappírsmið- ann, sem hann stóð ofan á, í skjóli við kápu sína, og stakk honum á sig. Don Lúkas sagði honum svo fyrir, hvernig hann ætti að haga sér, með slíkum orðafjölda og útbrotum, að það var á fárra manna færi að muna það alí saman, og kvaddi hant! svo og sagði góðlátlega: »En í öllum bænum — sofnaðu nú ekki á verðinum!» Pepe bærði ekki á sér og svaraði engu. «Pú mátt nú fara, en gleymdú ekki Ijósber- anum þínum,« sagði foringinn — hann hélt að þögn væri hér samþykki. En Pepe bærði ekki á sér að heldur. »Heyrirðu ekki, inaður, þú mátt fara!« sagði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.