Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1910, Blaðsíða 9
oullfararnir. 7 um herbergisgólfið, og stakk nokkrum skjölum í vasa sinu. Svo reif hann og upp úr komm- óðuskúffum, og lét alt verða eins og hún hefði búið sig burt í mesta flýti. Svo settist hann í hægindastólinn hennar og var hugsi. Rað var eins og þung barátta væri í huga hans, hann leit á drenginn. Svo gekk hann út að glugg- anum og blístraði. Kom þá innan stundar höfuð upp á svalirnar og annar pilta þeirra, er Pepe sá við ströndina, vatt §ér inn um gluggann. Hásetinn litaðist um og brá hvergi, en beið þess, hvað Antoníó legði fyrir hann. «Taktu þessa konu þarna,» sagði hann, «og berðu hana ofan; eg skal koma á eftir með drenginn.« Hásetinn tók greifafrúna, sem íá eins og hún væri dauð, og vatt sér léttilega með hana út yfir svalirnar. Don Antoníó kom á eftir með drenginn, titrandi af hræðslu. Fáum mínútum síðar varpaði lampinn daufri ’ glætu sinni yfir tórnt herbergið, en svo kom vindgustur, svo að Ijósið dó á honum. Og rétt þar á eftir barst í gegnum vindhvininn og marargjálfrið kveinandi óp til lands, eins og .það væri síðasta óp örvæntingarinnar. Pað var síðasta hljóð móðurinnar; þegar hún raknaði við úr ómeginu, myrti annar hásetinn hana. Svo reru þeir á bátnum með lík hennarsvo langt út til hafs, að skamt eitt var til skips þeirra. Don Antoníó lagði dreng- inn hjá Iíkinu, en sjálfir stukku þeir útbyrðis og syntu til skipsins, en sögðu að báturinn hefði arizt. Svo ofurseldi hann barnið vindi og öldu hjá líki móður sinnar; hann vonaði, að næturkuldirm mundi sjá ráð fyrir lífi þess. Morguninn eftir kom Pepe aftur til Don Lúkasar, og bað um að fá sömu varðstöð næstu nótt. Rað fékk hann með góðu. En honum varð ekki svefnsamt um daginn. Hann hafði engan fnð á sér, því að hann fann að hann hafði veitt hjálp sína til einhvers illræðis, því að hann sá að kona og barn voru borin út f bátinn og heyrði skerandi óp berast frá bátn- um, er hann var kominn nokkuð frá landi — og svo reru þeir burt. Hann þorði ekki að segja til þessa atviks — og ekki heldur að spyrjast fyrir um, hvort kona eða barn hefðu nokkursstaðar horfið um nóttina. Og svo fór hann enn á vörð um kvöldið. Hann var þétthvass, og brimið buldi á klöpp- unum. Pokan var þétt og tunglið ekki komið upp, svo að hann varð að láta heyrnina duga. Don Lúkas Despiertó þótti mjög vænt um að Pepe tók að sér varðstöðina við Ensenada, þar eð hann treysti því að hann svæfi sem áður, því að hann hafði von um dálitlar aukatekjur líka þessa nóttina. Hefði Pepe séð hvað gerðist úti á sjónum, hér um bil einni stundu eftir að hann kom á vörð, hefði hann orðið var við hraðsiglt skip, sem var að beita þar úti fyrir, og færðist óðum nær landi. Skip þetta var franskt, víkingur og vöru- smygill að jöfnu, og hafði foringinn komið sér saman við Don Lúkas um það að skjóta tollvörum á land, og fá vistir í staðinn, og var nú verið að senda þær út á skipið. Pegar skipið var komið nærri landi, sneri það sér upp í vindinn svo fljótt, að auðséð var að þar var mannmargt fyrir. Síðan voru tveir bátar sendir til lands; var þeim róið að norðurhlið víkurinnar og vörunum komið þar á land. En svo þaut alt í einu upp skothríð á landi með allri ströndinni. Pokuna reif ögn til og sá til tungls. Varð þá Pepe var bátanna, og skaut til þess að aðvara félaga sína meðfram ströndinni. Putu þá allir til að skjóta af mestu trú og dygð. En því miður var það of seint. Bátarnir voru á leið út í skipið, fullhlaðnir keti og öðrum matvælum. Óðara en búið var að tæma bátana, sigldi skipið fullum seglum út á haf. Af mönnum þeim, er í bátnum voru, var sá seinasti, er gekk upp hliðarstiga skipsins, er þeirra var allra stærs'.ur og tröllslegastur; henn bar barn á handlegg sér, og var það eins og það væri liðið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.